Þorrablót gufuvinafélagsins (Frammsóknarmenn) var haldið hér í kvöld 21.2

Já hér stormuðu inn gufuvinir og makar og tvenn hjón að auki til blóts sem heppnaðist mjög vel.

Dætur mínar stóru voru fengnar til að passa þ börn út í bæ og Unnur Hrönn fór að gista hjá Maggý frænku og Óla.

En hér voru s.s sótt aukaborð og stólar niður í skúr dúklagt allt með grænum dúkum og skreytt með grænum kertum og fallegum rósum og túlípönum mikið , talað, borðað og sungið og allt voða huggó og gaman.

En annars gengur allt sinn vanagang fór í Laugar spa með nokkrum úr vinnunni á föstudaginn var og slöppuðum af frá 17:30 til 21:00 í gufu, sána, potti, sturtum, hvíldarherbergi og fleira alveg yndislegt og borðuðum að lokum á sundfötum og slopp góða holla máltíð og bara geggjað.

Stefnir allt í rólyndisdag á morgun með Rafvirkja heimsókn eins og einnig í dag sem er kærkomið hann er búin að vera svo lengi á leiðinni en bara frábært að gera það sem gera þarf.

Fór ekki í bíó í vikunni eins og ég ætlaði en koma tímar koma ráð reyndar hætt að sína myndina sem ég ætlaði á en nó annað í bíó sem betur fer.

Góða nótt og góða dag kæru konur

Lína

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband