Já langt síðan síðast afhverju skildi það vera

Komi þið annars sæl og blessuð sem laumist hér og lesið og kvittið helst ekki.

Af mér og mínum er allt gott Hér hafa flestir á heimilinu vinnu og eitthvað fyrir stafni Unnur Hrönn fótboltastelpa ætlar að verða eftir í sveitinni um næstu helgi og vera hjá Ömmu sinni og Afa ásamt frænku sinni í 1 eða 2 vikur. Svo fer hún seinnipart mánaðarins og fram í júlí á Reiðnámskeið hálfan daginn.

Dagbjört byrjar í sumarvinnunni um helgina og lítur út fyrir að hún hafi næsga vinnu í sumar vaktavinna en Steina Rún er bara með vinnu sem stendur um helgar vonandi rætist eitthvað úr því á allra næstu dögum en hún ætlar að taka eitt fag í sumarskóla í sumar til að flýta fyrir sér og tryggja að hafa þó eitthvað að gera á virkum dögum s.s læra en svo er hún á fullu að æfa dans (sumarnámskeið) ásamt því að hafa verið að aðstoða við förðun og dans við stuttmyndargerð um síðustu helgi.

Hér er ýmislegt verið að gera heima við eins og t.d að grafa upp hér á bak við  vegna tíðs stíblustands og svo stendur til að grafa upp olíu tankinn hér við húsið, til stendur að laga múrskembdir á húsinu í sumar og halda garðinum við eins og hægt er án mikils kostaðar já alltaf nó að gera til að halda við húsi byggðu 1972.

Svo var ég einnig um daginn að taka til í geymslunni gefa föt,barna, unglinga og fleira já og taka í notkun sjálf jafnvel 7 ára gömul föt, tvíhjól fyrir 3 til 6 ára ca. gaf ég ásamt hjálparadekkjum og körfu á, litla stóla og borð fyrir 1 til 2 eða 3 ára, lána vöggu og svo framvegis.

Förum til Finnlands hjónin ásamt Unni Hrönn í sumar í 10 daga og skiptum við vin á húsi, bíl og sumarhúsi það verður örugglega gaman og stóru stelpurnar sinna sínu passa hvor aðra og húsið en verða jafnvel í aukaíbúðinni hér niðri bara á meðan.

Anna mín ég heiti fullu nafni á Facebook finn þig heldur ekki.

Jæja best að fara að hvíla sig.

Kveðja Lína 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hæ fagra frú.

Gaman að sjá blogg frá þér auðvita er maður ekkert að laumupúkast og kvittar eins og maður. Ég verð í Kópavogi þar er gott að bú ? um næstu mánaðarmót hef nægan tíma gaman væri að hittast. 

Bestu kveðjur Auðbjörg

Auðbjörg (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband