Færsluflokkur: Bloggar

Gardínur og bílakaup

Mánudagur til ..............................

Já vinnudagurinn var fínn, Unnur Hrönn  skemmti sér konunglega í söngskólanum, Ég fór í ræktina fyrir utan að ganga frá bílakaupum og sækja gardínur áður.

Steina Rún eldaði fiskibollur og sauð kartöflur og allt gekk meiri segja að sækja bílinn núna rétt áðan sem mín elsta var s.s að fá sér.

Kveðja Lína sem ætlar kannski að setja upp gardínur fyrir háttinn

 

 


Komin úr yndislegri ferð í Borgarnes, Straumfjörð og Bifröst

Fórum að sjá Sigunabaronin í gær í Borgarnesi þar sem að fullt af fólki sem við þekkjum leikur og syngur og bara skemmtilegt. Svo fórum við í okkar dásamlega bústað í Straumfirði og sváfum þar í nótt elduðum okkur egg og beikon í morgun, þurrkuðum af og skúruðum húsið þar sem að það var búið að vera vatnslaust í síðustu skipti sem við komum en var nú komið í lag og hægt að fara í sturtu og allt. Fórum svo og hittum vini okkar á Bifröst í dag rendum við í Borgarnesi hjá Svan bróður og fjölskyldu á leið í bæinn.

Bara dásamleg helgarrest hjá okkur og börnin stóðu sig vel heima já það er munur að eiga 15 og 17 ára skvísur til að hugsa um systur sína 9 ára þegar foreldrarnir sinna  menningar og sósíallífinu.

Kveðja Lína


Bílasöludagur og fleira

Já og í dag vaknaði daman litla hitalaus og ætlum við nú að halda henni sem mest innivið samt svo henni slái ekki niður þessari elsku.

Skoðuðum bíla með Dagbjörtu í dag og getur allt eins verið að hún fjárfesti bara í bíl á mánudaginn WW polo 5 dyra bláum ,oh ekki slæmt að geta verið á sýnum egin þó hún ætli sér auðvitað að vera dugleg að nota strætó í skólann þar sem að hún fær frítt í hann skólastelpan.

Jæja best að fara að koma sér í Borgarnes blogga kannski aftur annað kvöld. Kveðja Lína 

 

 


Blessað barnið bara sefur og sefur

Já skvísan hefur varla farið úr sófanum í allan dag bara dormað og sofið , drukkið vatn, borðað bláber og vínber og bara slöpp þessi elska en þá er einmitt gott að geta sofið þetta hreinlega bara úr sér  sem ég er viss um að hún er að gera en ég er búin að afreka fullt í dag hér heima sem er bara gott alltaf næg verkefni sem hef  líka fengið gesti sem eiga nú því ekki að venjast að ég sé heima um hábjartan dag en maður lætur nú vita af sér þá sem ekki eru í dagvinnu alla daga og geta komið í einn kaffibolla og ávaxtahlaðborð.

En rólegheita kvöld framundan og fatarkynnig hjá mér örugglega innan 2 vikna því það var að koma geggjaður frindtex listi með æðislegum fötum og fylgihlutum og kemur hún Helga Berglind til mín fljótlega með sýnishorn endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga á að koma.

Kveðja Lína fatarfrík

 


Jæja nú er mín bara heima með yngstu dömuna heima veika

Góðan daginn.

Já yngsta daman mín vaknaði með hausverk og 39 stiga hita í morgun og ég ákvað að vera heima í dag en við hjónin höfum oft skipt þessu á milli okkar í þessi fáu skipti því 7,9,13 þá erum við mjög heppin með heilsu öll sömul og sjaldan veik.

Þannig að ég get sinnt heimilisverkum sem aldrei fyrr þar sem að þessi elska sefur bara og sefur og ég þarf sem er bara sjálfsagt að vera á staðnum.

Já það er ótrúlega góð tilfinning þegar maður sér fram á að tæma óhreinatauskörfuna , brjóta saman allan þvottinn og svo framvegis það er alltaf næg verkefni og gaman þegar maður kemmst yfir að klára þau.

Svo er það bara operusýning í Borgarnesi annað kvöld og heimsókn til vina á Bifröst á sunnudag, en auðvitað bara ef Unnur hressist þó við séum búin að tryggja okkur pössun.

Morgunhana Kveðja Lína

 

 

 


Bros, snerting og tal er það sem við öll þurfum,

Frábær fundur í vinnunni í dag þar sem Magnús S(Íþróttaálfurinn ) var gestafyrirlesari hann er bara snid margt mjög já eða allt sem hann sagði um hvað þarf til að komast áfram í lífinu og láta sér líða vel.

Og nú var maðurinn minn að koma heim með rauða rós í vasa og hjartalagakonfekt mola fjóra handa sinni mjúku konu, samt fékk ég líka rós á leiðinni heim af fundinum og súkkulaðipening um hálsinn.

En nú ætlum við út að borða þrjú þar sem að stóru duglegu stelpurnar mínar eru önnur í sundi og hin á dansæfingu.

Farin í bili kveðja Lína

 

 


Meira mamman pikkar og pikkar á tölvuna sína

Góðan dag allir saman eða þeir sem lesa þessi blogg mín.

Héðan er allt gott að frétta fyrir utan að ég er svolítið pirruð og sár þ.e að segja gamalt sálar sár rifnaði upp og gerir mig þessa líka massa kerlingu meira og tárvota en svona er lífið stundum þegar manni finnst illa fram við mann eða börnin manns komið tala nú ekki um þegar maður er heiðarlegur, kurteis, bóngóður , sanngjarn og vill helst allt fyrir alla gera.Shocking En nó um það.

Foreldrahittingur barna í 3 M í kvöld.

Heima þessa stundina ásamt Steinu minni aðrir ókomnir heim og um það mund sem hinir koma fer Steina Rún á dansæfingu.

Mamma og Pabbi á leið til Kanarí á morgun í 3 vikur, voru hér áðan og ætla að gista í Keflavík í nótt bara snilld hjá þeim.

Jæja best að hætta þessu væli og fara að gera eitthvað annað

Kærleikskveðja Lína litla

 

 


Vinnu, skuttli, heimsókn og ræktinni lokið í dag og mín heima hjá sér

Halló.

Allt gekk samkvæmt áætlun í dag.

Nó framundan þessa vikuna eins og aðrar, foreldrakvöld, foreldraviðtöl og svo framvegis umfram það venjulega.

S.s ég hef ekkert að segja bæ í bili

 


Velheppnað Þorrablót

Já það var mjög gaman í gærkvöldi og allir voru glaðir og kátir með þetta og afgangar voru nógir í dag og næstu daga.

Annars var bara sofið út, tekið til já það þarf alltaf eftir svona partý (umbúðir í sorpu), Unnur Hrönn fór í afmæli hjá tveimur bekkjarsystrum sem héldu uppá það í Gerplu Salarlaug mjög gaman og þær stóru auðvitað að vinna um helginna svo duglegar og læra og taka til líka þessar elskur.

Jæja best að halda áfram við þvotta.

Með kærri kveðju og ósk um góða vinnuviku Lína


Hitt og þetta aðalega þetta

Jæja þá styttist í Þorrablót gufuvinafélagsins sem verður hér í kvöld og þar sem þetta eru allt frammskóknarmenn með sína maka er ég búin að setja hér græn sprittkerti í flesta stjaka, túlípana (hvíta að öðru leiti grænir) í 3 vasa, dúkleggja borð fyrir utan það að sópa, rígsuga og skúra.

Fór s.s ekkert á Selfoss með kerlinkonum því við einfaldelga treystum ekki veðrinu og færðinni sem er búin að vera ansi rysjótt og bara gott að vera heima og fara það bara seinna.

En svo er nú búið að bjóða mér í annað þorrablót í kvöld og 45 ára afmæli verð að sleppa því auðvitað er þetta allt eitthvað sem maður vill þyggja og fara en maður getur ekki verið allstaðar.

Kveðja Lína 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband