Færsluflokkur: Bloggar

föstudagsnótt s.s aðfaranótt laugardags

Já hér er mín bara búin að vera í rólegheitum heima hjá sér í kvöld en næg dagskrá samt um helgina.

Hittingur með nokkrum yndislegum konum eftir hádegi á morgun  borðum saman förum í nudd og fleira svo er okkur hjónum boðið í afmæli annað kvöld.

Unnur Hrönn að syngja á sunnudaginn svo er stefnan tekin á Akranes að heimsækja langömmu stóru stelpnanna og  svo vinkonu mína á spítalann  þar,þannig að nú ætla ég að fara að sofa svo ég geti vakað smá heima hjá mér fyrir hádegi áður en að annað prógramm hefst en stóru stelpurnar stefna á að fara með systur sína í bíó og eiga góðan systra dag á morgun þegar Dagbjört er búin að vinna kl.14

Góða helgi Kveðja Lína

p.s já Inga Margrét myndin er fín af stelponum sem þú sást í Smáralindinni


Komin er miðvikudagur

Annasamir en skemmtilegir dagar og alltaf nó að gera fyrir utan vinnu heima og að heiman.

Fórum í skemmtilega ferð suður með sjó síðast liðin sunnudag.

Var í saumó  með yndislegum konum í gærkvöldi.

Sat í sjónvarpsal seinnipartinn í dag þar sem var verið að taka upp þáttinn Gott kvöld og Unnur Hrönn var þar að syngja ásamt kórnum sem hún er í og allt gekk vel og bara gaman.

En nú er að ljúka hér vinahóp en ég var að baka Muffins með 5 krökkum og það sem fannst það gaman og kökurnar góðar, Nú eru þau í feluleik út í garði áður en þau fara með restina af kökunum í pokum heim.

Jæja besta sinna börnum og heimilli.

Kveðja Lína

 


Laugardagur

Já nú er ég á leiðinni í háttinn en smá blogg fyrst.

Gerði ýmislegt í dag en ekki eins mikið og ég hefði viljað en það er allt í lagi.

Svaf samt út, bakaði og gerði hin ýmsu húsverk fór með Unni Hrönn í Endurvinnsluna að selja flöskur og dósir en nú telur hún þær reglulega og selur þær og leggur í flestum tilfellum inn í bankann og á orðið yfir 10,000 kr sem hún á bara eftir að fara með þangað en við kíktum aðeins í Smáralindina aðallega til að sína okkur og sjá aðra, ætluðum svo í Byko en þá lokaði þar kl.16 og við vorum þar rúmlega þannig að við fórum bara í Bónus og versluðum aðeins og fórum svo heim og gerðum 2 yndislega góðar heimatilbúnar pizzur, gláptum aðeins á sjónvarp þar til að vinkona mín kom í heimsókn og við áttum yndislegt kvöldspjall fram á nótt.

En nó að gera á morgun þar sem bekkjarfulltrúar í 4 M standa fyrir ferð á Vatnleysuströnd þar sem farið verður í leiki með börnunum og spjallað saman.

Og í framhaldinu er okkur fjölskyldunni svo boðið til Keflavíkur í nudd og mat.

Kveðja Lína

 


Föstudagur

Búnar að eiga notalegt kvöld ég og dætur mínar 2 yngri þar sem að Valdi fór í sveitina og verður á fundi allan daginn á morgun og Dagbjört Helga er í afmæli að vísu fengu við eina vinkonu í mat sem var svo að fara austur fyrir fjall í bústað að hitta vini sína en hér hefur verið horft á sjónvarp og húsverkum sinnt.

En ótrúlega góð tilhugsun að vera heima við um helgina alltaf næg verkefni heima og bara 6 vikur til jóla ekki satt.

Jæja ætla að halda áfram að horfa á sjónvarpið

Kveðja Lína

 


Vinna, Kaffihús og matargestur

Já eftir vinnu fór ég að hitta eina góða konu á kaffihúsi á meðan Unnur Hrönn var í söngskólanum dreif mig svo heim þar sem að við vorum búin að bjóða Jóhönnu mákonu að koma í mat til okkar og það var bara notalegt.

Verð heima við um helgina förum að vísu í tveggja tíma ferð með bekknum hennar Unnar Hrannar á sunnudaginn sem bekkjarfulltrúarnir standa fyrir alveg nauðsleg nú á tímum sem og öðrum.

Stóru stelpurnar voru í bíó með 1/2 systur sinni sem býr á Blönduósi og skemmtu sér konunglega það er svo dásamlegt hvað þær halda hver uppá aðra.

Jæja best að gera eitthvað að viti fyrir svefnin.

Kveðja Lína

 

 


Fór loksins á afmælis degi Stínu að kíkja á brúðargjafirnar

Já eftir vinnu skellti ég mér loksins til Kristínar H vinkonu minnar að skoða brúðargjafirnar og myndir er þau giftu sig hún og Sverrir  í byrjun september ekkert smá flottar myndir og gjafir þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir það er að gifta sig bara fjör.

Annars erum við að byrja að tæma herbergi Unnar Hrannar fyrir framkvæmdir sem á að klára fyrir jól og það verður sko gaman þegar það er búið og vonandi allt annað herbergi.

Veit ekkert hvað ég á að pikka meir er því hætt að sinni.

Kveðja Lína eldabuska

 

 

 


Hér er Draumurinn er fín heimildarmynd fyrir aðdáendur eins og mig

Já skellti mér í bíóið í gær alltaf notalegt að fara í bíó.

Fór svo að heimsækja Friðbjörgu og Gumma í æðislegu nýju íbúðina þeirra áðan bara flott.

Annars bara allt gott 7 vikur til jóla og komin tími til að fara að taka til hendinni að einhverju viti í húsverkunum.

Kveðja Lína

 


Takk fyrir kvittið

Inga takk fyrir kveðjuna en ég hef verið í vandræðum að setja inn myndir skal reyna en er komin með myndir af henni á Facebook.com en þú þarft að skrá þig í það til að geta skoðað held ég.

Já Steina Rún er var alveg upprifin yfir þessu þar sem hún er í Leikfélagi MH þá eru þau stundum fengin í svona hóp atriði þannig að hún á kannski eftir að gera þetta oftar með þeim.

Kveðja Lína sem ætlar að sjá Hér er Draumurinn kl.20 í kvöld

 

 


Skemmtilega yndisleg helgi

Já Rannsókanardagur í vinnunni sl. föstudag á Hótel Sögu fyrirlestrar góðir, skemmtilegir og gagnlegir. Borðað á Grandagarði 8 farið á Sálarball og bara gaman og ég var undir morgun að koma fólki heim.

Brunuðum svo hjónin á Hótel Glym í gær eftir  hádegi og hittum 4 jafnöldrur mínar og maka þar um kl.15   spjallað var, horft á leik, farið í heitu pottana geggjað útsýni, dressað sig fyrir kvöldið og borðaður yndislegur matur og drukkið vel en þó í hófi, sofið út og nært sig vel við morgunverðarhlaðborð fyrir brottför eftir hádegi í dag bara yndislega gaman.

Fórum svo öll fjölskyldan í skírn í dag kl. 15:30 þar sem frænka fékk nafnið Emelía Katrín svo falleg og góð og allt gekk svona ljómandi vel.

Eigið góða og áhyggjulausa vinnu vikur kæru vinir og leynisgestir sem kvittið ekki.

Kveðja Lína 

 

 

 

 


Hárlitun og fleira

Halló, halló.

 Já ég verslaði mér lit í dag og litaði hárið sjálf í kvöld og tókst svona ljómandi vel, ætla samt á snyrtistofu í hádeginu á morgun  (já gjafakortin koma sér vel ) annars er bara allt gott að frétta hér þessi vika alveg að verða búin og líður jafn hratt og aðrar kannski ágætt á krepputímum að þetta gangi hratt.

Er ótrúlega heimakær þessa vikuna (komin tími til).

Æj er andlaus til að pikka.

Kveðja Lína

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband