Færsluflokkur: Bloggar
Góða kvöldið.
Já alltaf þétt setnir dagarnir í gær vann ég mina vinnu koma aðeins heim pirruð og leið eftir daginn ætlaði ekki að nenna í leikfimi en fór þó og það var einmitt það sem ég þurfti að sprikkla af mér pirringinn en svona er þetta bara svo var ég næstum búin að hlægja frá mér allt vit í dag í vinnunni svona er nú lífið yndislegt.
Skruppum í smá heimsókn í kvöld þar sem að mákona mín átti afmæli og maður reynir að muna eftir fólki og gleðja það með heimsóknum eða kveðjum.
En leikfimi aftur á föstudaginn og Sumó um helgina en Dagbjört fór erlendis í dag og Steina Rún verður að vinna um helgina og bara fjör.
Kveðja Lína
Bloggar | 8.10.2008 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ótrúlegur dagur guð hjálpi heimilum í landinu þetta er alveg með ólíkindum nú skulum við bara vona að allt fari uppá við hjá okkur öllum sem höfum unnið ár eftir ár og gert allt sem í okkar valdi stendur til að standa undir skuldbindingum okkar á meðan þeir ríku hafa orðið ríkari og jú við getað mörg hver leift okkur aðeins meira en hvað svo STOPP en oftar en ekki vitlaust fólk sem er stoppað af en ekki þeir sem alltaf hafa nó halda bara áfram vonandi verður það ekki þannig nú.
Kveðja Lína
Bloggar | 6.10.2008 | 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já drifum okkur að heimsækja meðal annars vinafólk sem við höfum alls ekki staðið okkur í að heimsækja en svona er lífið bara ekki hægt að gera allt og vera alls staðar.
Unnur Hrönn fór í rosalega skemmtilegt afmæli í Stjörnu Stelpum Hlíðarsmára 10 í 2 tíma og skemmti sér konunglega.
En nú erum við að fara borða fjölskyldan og horfa á Dagvaktina og fleira skemmtileg í kvöld.
Kveðja Lína
Bloggar | 5.10.2008 | 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já elskurnar í gærkvöld fórum við hjónin ásamt Unni Hrönn í bústaðinn fórum snemma að sofa þar í kyrrðinni ,vöknuðum fyrir hádegi fengum gesti í hádegismat í bústaðinn í egg og beikon, grafin lax ristabrauð og fleira, sinntum ýmsum verkum.
Svo fórum við í Borgarnes og ég fór í Kristý að versla mér svakalega fallegt hálsmen út á gjafakort sem ég hafði fengið í afmælisgjöf.
Fórum á Sauðamessu í Skallagrímsgarði, sýningu i Grunnskólanum og fleira.
Drifum okkur svo í bæinn og tókum Dagbjörtu og afmælisgjöfina til June með til keflavíkur þar sem hún var með æðislega fína veilsu.
Svo fer Unnur Hrönn í afmæli á morgun og við sinnum hér vonandi ýmsum skildum heima við.
Kveðja og góða nótt Lína
Bloggar | 5.10.2008 | 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Og viti þið hvað bara fullt af snjó þegar við komum út ótrúlegt en satt.
Ég er ennþá að stunda Spa og snyrtistofur höfuðborgarsvæðisins (fyrir gjafakortin) en fór í handsnyrtingu og fleira í vikunni bara geggjað.
Dagbjört Helga og Steina Rún hittu Birtu Óska systur 1/2 sína 12.ára frá Blönduósi í 3 tíma í dag og fóru með hana að heimsækja bróður sinn 1 árs hér í þarnæstu götu bara geggjað hittast orið sjaldnar en áður en gott samband sem er yndislegt.
Jæja hætt að sinni Kveðja Lína
Bloggar | 2.10.2008 | 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annars er allt gott að frétta þrátt fyrir að íbúðarlánin manns hækki (Verðtrygging hvað ) bara og hækki þá þakkar maður sínu sæla fyrir að hafa verið búin að selja hlutabréfin sín á sínum tíma og eyða peningnum bara betra vera blankur eyða því sem maður aflar og njóta þess að vera til.
Valdi fór í Leser í morgun er því að öllum líkindum búin að henda gleraugunum alsæll.
Stefnan er að fara í Straumfjörð á föstudag til laugardags og svo í afmæli í Keflavík á laugardagsvöld.
Verð að hætta kveðja Lína
Bloggar | 2.10.2008 | 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já halló.
Hef verið að stunda fjarnámið aðeins og það tekur sinn tíma.
Annars bara allt gott fer í Ilmolíunudd á morgun eftir vinnu er einnig með pantað í dekur í næstu og þarnæstu viku, myndakvöld á föstudaginn hjá Erlu Ara sem við fórum á vegum út í Enskuskólann sl. sumar mæðgur, Straumfjörð á laugardagskvöldið er stefnan þar sem að mamma á nú afmæli þann dag en Valdi verður á Húsavík föstudag til laugardags að funda.
Er ótrúlega þreytt þessa dagana held að það sé jafnvel vegna anna verð að fara oftar fyrr að sofa á kvöldin því ég er alltaf svo lengi fram úr á morgnana.
Best að koma sér því bara í háttinn Góða nótt kveðja Lína
Bloggar | 23.9.2008 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn.
Búin að vera yndislegur dagur heima við með gestagangi, aukabörnum og tilheyrandi en ég var að skoða frænku mína áðan sem fæddist 17. sept sl. hún er algjört bjútý og svo róleg og góð það er bara æði.
Annars eru bara rólegheit áfram ásamt tilheyrandi húsverkum og þvíumlíku þarf að fara að kíkja á fleiri staði þar sem eru nýfædd börn spurning hvernig morgundagurinn verður.
Góða helgarrest elskurnar Lína
Bloggar | 20.9.2008 | 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já sæl öll.
Valdi fór í dag í sveitina tók á móti hópi fólks í 3 tíma eða svo við mæðgur vorum að passa eftir að við fórum í okkar leikfimi og fimmleika og verðum bara heima við um helgina og til taks til að passa, erum með næturgesti og bara gott að ver heima við í þessu slagviðri sem hér er.
Valdi fer á Þingeyri eins og til stóð í fyrramálið og kemur til baka í sveitina væntanlega seint annað kvöld og heim á Sunnubraut á sunnudag þegar hann er búin að sofa úr sér ferða þreytuna.
Fór ásamt samstarfskonu minni og vinkonu í Geggjaða búð í hádeginu í dag Art Form að kaupa brúðargjöf handa samstarfskonu hugsið ykkur gömlu itala glösin , skálarnar og stjakarnir sem maður ólst upp við allt að koma aftur bara flott.
Fengum okkur svo súpu í brauði á Svarta kaffi laugavegi bara gott klikkar ekki.
Góða nótt og góða helgi Lína
Kveðja Lína
Bloggar | 20.9.2008 | 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já góða kvöldið.
Alltaf jafn gaman að eignast ný frændsystkini en frænka mín hún Þóra Sif og Daði eignuðust stúlku í morgun algerlega frábært og Svanur bróðir orðin Afi hugsa sér ungur maðurinn.
Annars gengur lífið sinn vanagang langaði ótrúlega mikið á tónleika í Iðnó í kvöld en hef bara nó annað að gera plús það að ég verð að vera heima hjá mér stundum og sleppa einhverju svona á þessum síðustu og verstu.
Um helgina stendur jafnvel til að skreppa í heimsókn á Ísafjörð því Valdi þarf að fara á Þingeyri og mig langar ótrúlega að heimsækja vini mína á Ísafirði en annars stóð til að slappa af í Straumf. í bústaðnum en svona er lífið og allt sem því filgir allt getur gerst og breyst í einum vetvangi.
Jæja best að huga að fjarnáminu (Stafrænni myndvinnslu) eitt af því sem ég fékk í afmælisgjöf.
Kveðja Lína
Bloggar | 17.9.2008 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 29284
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar