Færsluflokkur: Bloggar

Geggjuð afmælisveisla að mínu mati þökk sé veislustjóra og gestum

Halló kæru vinir og ættingjar og Takk fyrir mig

Ég er hreinlega bara í skýjunum yfir mætingu og skemmtun í Lyngbrekku í gær 90 manns mættu til veilsu þrátt fyrir töluverð afföll og matur og drykkur rann með glans ofan í manskapinn og varla ber né neitt eftir að loknu partýi og engir afgangar út vikunna sem er bara gott því aðhald skal halda næstu 9 vikurnar hjá JSB.

Gjafakortin í dekur fékk ég mörg skart og fínerí hjól með fítusum og kamínu í stíl og peninga til að borga.

Myndir koma vonandi inn fyrr en seinna en nokkur hundruð myndir voru teknar á mínar vélar og  annarra.

Kveðja Lína fertuga með glans

 

 


Annasöm og erfið afmælisvika

Sælar elskurnar.

Já nú hef ég sko engan vegin staðið mig í blogginu en það er bara þannig að það hefur verið allt of mikið að gera bæði skemmtilegir og sorglegir hlutir sem taka frá manni ansi mikla orku.

En ég er s.s orðin fertug og líður ótrúlega vel með það átti hreinlega ekki von á því en svona er það nú bara.

Búin að fá nokkrar fallegar skemmtilegar gjafir og er á fullu að undirbúa og græja fyrir afmælisveisluna á laugardaginn og þó ég sé ekki að baka og elda neitt sjálf þá er nó að gera varðandi innkaup hér og innkaup þar. En stefnan er að hvílast í fyrramálið útrétta eftir leik og koma sér í sveitina og fá lyklana af félagsheimilinu og dúka og punta sem mest annað kvöld til að minka álagið á laugardag og hafa gaman.

Kveðja Lína gamla, meira með lítið hjarta en oftast stórt

 

 


Já það er að bresta á alveg að koma

18.águst.2008 er að bresta á og mín að verða fertug eins og einn góður vinur okkar Valda sagði merkilegt þegar kornungt fólk verður allt í einu fertugt en þannig er það bara með mig og ég get alveg sagt ykkur að ég er unglegri í dag en ég er á mynd sem ég sá af mér síðan fyrir 16 árum síðan þá leit ég út fyrir að vera fimmtug.

Kveðja Lína sem hefur góða tilfinningu fyrir fertugs já eða fimmtugsaldrinum


Afmælisgjöfin klár fyrir þá elstu

Já halló.

Ekkert minkar að gera hjá mér.

Datt að vísu í þvílíkan tiltektargír í þvottahúsinu mínu í gær miðvikudag og veitti ekki af.

En eftir vinnu og smá stopp heima í dag fimmtudag fór ég á leikinn FH /Aston villa þar sem að Vilarnir unnu 4:1 fór svo heim að elda og var rétt ófarin út þegar komu gestir sem er alltaf gaman fer því bara til Emmu vinkonu minnar seinna en var búin að hugsa mér að kíkja aðeins á hana, koma tímar koma ráð Emma mín.

Óvenju mikið að gera finnst mér í vinnunni þessa dagana en það er kannski af því að ég er í seinlegum verkefnum þá safnast annað upp á meðan.

En vona að það gangi vel að ná þessu niður svo ég geti sníkt mér frí á föstudaginn eftir viku svo ég geti gert samkomuhúsið klárt fyrir veisluna góðu.

Vona að ykkur sem er boðið hlakki bara jafn mikið til og mér þetta verður bara gaman og frestur til að afboða útrunninn.Cool En auðvitað betra að vita ef þið komið ekki.

Kveðja Lína

 

 


Gengur illa að setja inn myndir

Já það er svo mikið að gerast í mínu lífi og oftast teknar myndir og ég ætlaði að bæta inn nokkrum síðan um helgina en ekkert gekk.

Annars er allt við það sama nó að gera í vinnu og heima.

Stefnan er að hafa extra gott að borða á föstudaginn áður en að við förum í sveitina  því Dagbjört Helga verður 18 ára á laugardaginn en þær eru að vinna um helgina og verða auðvita i fríi til að aðstoða í Mömmu sinnar veislu viku síðar.

Ég þarf bara að koma mér í að kaupa afmælisgjöfina handa henni er svo sem með 2 eða þrengt í huga spurning hvað verður.

Jæja farin að sofa eftir að hafa farið í dásamlega sturtu og tekið extra dekur á húðina í tilefni af aldrinum sem nálgast.

Kveðja Lína

 

 


Alltaf nó að gera á mínum bæ.

Já skellti mér í sveitina á sunnudaginn dagsferð.

Var að koma úr garðinum vorum að slá reita arfa, vökva og svona eitthvað smá.

Í hádeginu skellti ég mér í að versla dúka, kerti og fleira fyrir afmælið þetta er allt að koma munar um allt sem maður kemur í verk.

Fengum nokkur börn í pössun seinnipartinn og náðum þeim og foreldrum í mat þegar þau komu að sækja þau.

Unnur Hrönn er á námskeiði hjá Gerplu þessa vikuna , Steina Rún er að fara í stöðupróf í ensku í MH á miðvikudaginn og vinnan hjá þeim  er aðeins að minka skólastelpunum þetta líður allt svo fljótt, samt af sem áður var þá fékk maður vinnu allt sumarið á hverjum degi þetta er voða sundurslitið svona allavega núna en þær hafa haft nó megnið úr sumrinu en það var helst ekki frídagur á mínum unglingsárum í vinnu.

Hafið það sem best kæru vinir og verið nú duglegri að kvitta ekki þetta Leynigestastand alltaf hreint.

Kveðja Lína

 

 


Fór ekkert í sveitina sló ekki garðinn heldur fór ég á Gay pride og á markað í Mosfellsdal

Já góðan daginn um miðja nótt.

Fór á geggjað ball í gærGrin eftir að hafa passað yndisleg börn til miðnættisWink dansaði og hitti fullt af skemmtilegu fólkiCool fyrir utan að hafa farið með góðri vinkonu minni Halldóru á ballið.

En í dag laugardag fórum við Unnur Hrönn á markað í Mosfellsdal að versla grænmeti og rósir bara æðislegt fórum svo og hittum Emmu vinkonu og Pétur Val niður við Hlemma og fylgdumst með gleðigöngunni sem er bara gaman og þar hitt maður auðvitað fullt af skemmtilegu fólki bæði gagnkynhneigt og samkynhneigt.Woundering

En núna vorum við hjónin að koma úr boði hjá Rakel og Kristjáni þau eru náttúrulega bara frábær en þau eru bæði nýbúin að eiga afmæli og búa í yndislegu húsi í Hafnafirði svo huggó hjá þeim þessum elskum.LoL

En best að koma sér í háttinn og gera eitthvað að viti þegar maður vaknar. Kveðja Lína sem á sjaldan dauða stund Tounge

 

 

 

 

 


Passa, ball, boð og fleira

Góð helgi framundan.

Er að passa 3 börn fram á kvöld ætla svo á ball með sálinni og svo förum við hjónin í boð annað kvöld spurning hvort maður fer dagsferð í Straumfjörð á morgun eða verður bara heima í rólegheitum og slær garðinn og svona það þarf líka að hugsa um hann garðinn heima ekkki bara sumó.

Fór í æðislega búð í Hafnafirði í dag að kaupa gjöf en búðin heitir Fríða svona skartgripabúð mæli með að þið skoðið hana við tækifæri, kom auðvitað við í HB búðinni líka hún er æði.

Kveðja Lína barnapía

 

 

 


Já styttist í að skólarnir hefjist og sumarið að verða búið

Já ótrúlegt en satt þetta líka flotta sumar að verða búið.

Við Unnur Hrönn fórum s.s í dag eftir vinnu að kaupa skóladót já það var komið á vefin hvað hún þarf í 4 bekk og hún vildi bara klára þetta svo það væri búið enda bara gott mál þó að mér finnist nú frí í skólum eiga að vera í það minnsta 3 mánuði.

Fórum svo hjónin að hitta yndislega vinkonu í kvöld (en hún var að passa barnabörnin, samt bara jafngömul Valda) og Unnur Hrönn með okkur bara gaman.

En við Unnur Hrönn ætlum að passa frændsystkini hennar frá Selfossi annað kvöld það verður bara gaman fyrir þau krakkana að hittast eins og alltaf.

En Valdi ætlar í Straumfjörð fram á laugardag (seinnipartinn) en á laugardagskvöld erum við að fara í boð hjá yndislegu vinafólki okkar í Hafnafirði já alltaf nó að gera.

Jæja best að koma sér í hátinn.

Kveðja Lína

 

 

 


Vinna, heimsókn og fleira.

Já halló.

Var óvenju lengi í vinnu í dag en fór svo að heimsækja eina jafnöldru í kvöld sem er orðin fertug en var að heiman á afmælisdaginn bara notó, Unnur hrönn fór með mér 3 strákar á því heimilli sá yngsti fæddur í janúar lang hrifnastur af henni en hinir eru 7 og 12 á árinu.

Margt á áætlun það sem eftir lifir viku en það er bara gaman að hafa nó fyrir stafni þá leiðist manni ekki á meðan.

Stittist í afmælið sem verður bara skemmtilegt ég bara finn það á mér og sem betur fer ekki margir búnir að afboða.

Jæja þarf aðeins að sinna heimilinu

Kveðja Lína

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband