Laugardagsmorgun

Góðan daginn.

Vöknuð eftir góðan nætursvefn og er um það bil að fara að borða eitthvað hollt og gott.

Stóru stelpurnar og Valdi öll farinn að vinna og við Unnur bara hér heima í rólegheitum það er svo gott þegar maður þarf ekki að rjúka á fætur og getur druslast heima á sloppnum/náttfötunum fram yfir hádegi.

En eins og fram kom í síðasta bloggi á að stússast/útrétta í dag til stendur að fá sér safapressu,prentara og fleira, en spenntust er ég fyrir kvöldinu þegar ég fer í galakjólinn vel á minnst fæ mér kannski flotta skó á útsölu við hann (jú á nóg af skóm ) get alltaf á mig blómum bætt tala nú ekki um á útsölu.

Kveðja Lína á leið í leiðangur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er yndislegt að þurfa ekki að fara á fætur og geta sofið og sofið! Ég er svo heppin að eiga kríli sem getur sofið út eins og ég.

Ertu búin að prófa að smella á nafnið mitt til að komast á bloggið mitt? 

Oh, ég á eftir að fá mér skó líka, jólagjöfin frá mö og pa. Endilega segðu mér frá ef þú finnur góða skóbúð, Lína mín. Og góða skemmtun í kvöld!  

Lára vinkona (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:54

2 identicon

O,ho,ho! Skórá smá slatta af þeim líka en keypti mér eitt par í gær, gilltir með opinni tárosalega sætir, erum að fara á ball um næstu helgi og þá ætlar konan sko að skína sem gull Knús frá okkur á Fásk.til ykkar í Kópavoginum

Anna Ó (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband