Góðan daginn á laugardegi.
Jæja var aðeins að kíkja yfir póstinn minn og ein jafnaldra mín sem var sett 20.jan er s.s búin að eiga 3 drenginn og Guðlaug beið enn síðast í gærkvöldi en hún var sett 6.jan og svo er Emma sett í dag já það er fjör.
En við fórum að hitta vini okkar í gær og borðuðum með þeim súpu og fórum svo og heimsóttum vinafólk okkar sem býr í æðislegu húsi á Kárastíg það var mjög gaman, komum reyndar heim fyrir miðnætti því ég var bara orðin svo Þreitt enda vöknuð núna kl.8 á laugardagsmorgni sem er óvenjulegt.
Unnur Hrönn afmælisbarn fékk að gista hjá bekkjarsystur sinni sem ætlar ásamt mömmu sinni að skutla henni í fimmleika og þær ætla í sund á meðan og bjóða henni svo í Húsdýragarðinn ,þannig að við hittum hana ekki fyrr en kl.14 í dag skrýtið á hennar eigin afmælisdegi en svona er þetta.
Steina Rún er farin í vinnunna og verður að vinna í allan dag en fríi á morgun fyrir utan að passa fyrir eina samstarfskonu mína annað kvöld.
Dagbjört er í Vestmannaeyjum með fullt af öðru fólki og skemmtir sér vonandi vel.
Jæja best að fara að kíkja í uppskriftarbækurnar.
Kveðja Lína
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dagin vinkona, o ég væri til í að koma og smakka hjá þér kræsingarnar sem verða til eftir lestur uppskriftabóka
Eigið góðan dag og njótið þess að vera til , já eins og alltaf
Knús að austan
Anna Ó (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.