Fórum í Borgarnes og straumfjörð

Fórum að sjá Brák í gær í Landnámssetrinu í Borgarnesi bara gaman, Kirkjukórinn og makar voru einnig en mamma er í honum svo var mjög góð vinkona mín ásamt sínum manni og foreldrum og skemmtum við okkur vel. Fórum svo í Straumfjörð í morgun þar sem að Unnur Hrönn fór á skauta og ég gaf hestum brauð og athugaði bústaðinn okkar vonandi fer maður bara fljótlega aftur með fleiri börn og fólk til að leka sér í snjónum og skauta.IMG_1010 Á leið í bæinn eða í Grafarholti heimóttum við vinafólk sem við erum að spá í að fara með í leikhús snemma í vor á Akureyri til að sjá Fló á skinni.

En núna erum við komin heim að hitta stilltu unglingsstúlkurnar sem eru búnar að vera að vinna um helgina og eru einnig að fara að vinna kl.24 í nótt til 6 í fyrramálið að aðstoða bakarana í bollubakstri vill til að önnur er í vetrarfríi í skólanum og hin byrjar seint í skólanum á morgun og þær eru að fara að sofa núna til 23:15 ca. Jæja best að hætta að sinni með ósk um góða vinnuviku. Kveðja Lína sem ætlar samt að bæta í albúmið (in)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bollu knús til þín Lína,  o þetta eru nú meiri dugnaðarforkarnir þessar stelpur þínar! Dáist að þeim, knúsaðu þær frá mér, allar þrjár og Valda kanski pínu líka! ;-)

Anna Ó (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:53

2 identicon

Hæ kæra vinkona og takk fyrir síðast, það var nú aldeilis gaman hjá okkur enda ekki við öðru að búast.  Frábær sýning, BRÁK, aldeilis hægt að mæla með henni.

Við enduðum svo góða helgi á að mæta galvösk á leikinn í gærkveldi, Skallagrímur-Fjölnir og því lík hörmung, töpuðum eftir að hafa verið 3-4 sinnum 10 - 14 stigum yfir.  Óþolandi þegar leikmenn hætta að spila sem lið og fara að spila sem einstaklingar. En svona eru víst íþróttirnar, ekki alltaf jólin, nú er bara að vinna Fjölni n.k. fimmtudag.

Knús úr sveitinni.

Inga Margrét, enn fúl eftir ótrúlegan leik í gærkveldi.

Inga Margrét Skúladóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband