Komin úr yndislegri ferð í Borgarnes, Straumfjörð og Bifröst

Fórum að sjá Sigunabaronin í gær í Borgarnesi þar sem að fullt af fólki sem við þekkjum leikur og syngur og bara skemmtilegt. Svo fórum við í okkar dásamlega bústað í Straumfirði og sváfum þar í nótt elduðum okkur egg og beikon í morgun, þurrkuðum af og skúruðum húsið þar sem að það var búið að vera vatnslaust í síðustu skipti sem við komum en var nú komið í lag og hægt að fara í sturtu og allt. Fórum svo og hittum vini okkar á Bifröst í dag rendum við í Borgarnesi hjá Svan bróður og fjölskyldu á leið í bæinn.

Bara dásamleg helgarrest hjá okkur og börnin stóðu sig vel heima já það er munur að eiga 15 og 17 ára skvísur til að hugsa um systur sína 9 ára þegar foreldrarnir sinna  menningar og sósíallífinu.

Kveðja Lína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband