Vinir og vinavika

Oh gardínurnar eru æði, vinnudagurinn var góður búin að elda geggjaðan kjúklingarétt og borða og allt kvöldið eftir spurning hvort maður haldi sig heima eða fari á aðra bæi ?????? Já ég er alltaf á leiðinni í heimsókn til Siggu Mæju vinkonu minnar, Ágústu , Maríu og svona gæti ég talið upp endalaust.

Já þetta var einmitt til að láta þær sjá að ekki væri ég búin að gleyma þeim enda er það ekki hægt þær eru svo æðislegar eins og vinir og vinkonur eiga að vera.

Spennan magnast einmitt á deildinni hjá mér þar sem að við drögum okkur leynivin næsta föstudag sem við eigum að gleðja alla næstu viku með fallegum skilaboðum, kaffibolla, ávexti, gjöf nei, nei þarf ekki að kosta mikið (kaffi og ávextir til dæmis í boði fyrirtækisins) svo er hægt að sníkja sér ilmvatnsprufur, kremprufur og svona í búðunum og ótrúlega fallega vinarmiða hægt að prenta út úr tölvu í fallegum litum og myndskreitta.

Jæja kæru vinir læt þetta nægja Lína fína appelsína kveður

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband