Góða kvöldið hér.
Stórkostlegir tónleikar nemenda í FIH í gær , skemmtileg útskriftarveisla hjá Kötu í saumaklúbbnum og svo var sofið til rúmlega 10 í morgun þá þurfti nú að taka til hendinni, undirbúa vinahóp hjá Unni Hrönn sem var frá kl.13 til rúmlega 15 sem betur fer gátu þau leikið sér úti í garði að renna sér og róla og skemmta sér svo komu þau inn (4 stk) og við bökuðum gómsætar pönnukökur og vorum með sultur, rjóma, jarðaber, sykur og súkkulaðisósu útá og mjólk og trópí að drekka með og bara gaman en smá æsingur svonaen ég kemst alltaf betur og betur að því hvað mín börn eru öguð og vel uppalin þó ég segi sjálf frá.
Svo var farið í endurvinnsluna með flöskur og dósir í dag , prevína sótt þar sem að ég fékk mér aðeins hvítvín í gærkvöldi.
Svo fórum við hjónin aðeins að hitta fólk og heimsækja seinnipartinn og allt í fínasta standi skólastelpur allar sofnaðar við við bara pikka á tölvu og horfa á sjónvarp svo hlakka ég bara til að lauma gjöf á borð leynivinar míns í vinnunni á morgun oh það er svo gaman.
Kveðja Lína
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leynivinur þinn er sko heppinn að eiga þig sem leynivin
En ég er nú ennþá heppnari því ég á þig sem vinkonu alltaf
Eigðu góðan dag elsku Lína og njóttu þess að vera til, eins og alltaf. Knús frá Fáskrúðsfiriði
Anna Ó (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:41
Hæ elsku Lína mín.
Rosalega var gaman að sjá ykkur á tónleikunum í FÍH á laugardaginn, frábært að þið skemmtuð ykkur vel!
*knús&kram*
Þóra Sif
Þóra Sif (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.