Komin heim búin að vinna, fara í ræktina og mamma og pabbi á leiðinni

Já þessar elskur eru að koma frá Canarý  eftir 3 vikna dvöl s.s foreldrar mínir verða hér allavega í nótt þ.e.a.s niðri í svítunni sinni.

Annars er bara allt gott að frétta er að fara að kveðja fyrrverandi vinnufélaga eftir vinnu á morgun en hún hætti í framhaldi af veikindum og er henni haldin smá veisla eftir vinnu á morgun og svo er líka boð í saumó annað kvöld fer auðvitað í hann ef ekkert klikkar sem það gerir nú sjaldnast nema að kveðjuhófið verði svo skemmtilegt að það verði fram eftir öllu kvöldi og maður tími ekki að fara.

Annars er Valdi að fara til Víkur í Mýrdal á morgun og fram á föstudag svo fer hann erlendis á sunnudag til föstudags en einmitt þetta föstudagskvöld sem hann kemur heim er ég sko að fara á tónleika í Laugardalshöllinni með Sálinni hans jóns míns OMG hvað verður gaman.

Svo eru bara alveg að koma páskar og spurningin er hvort maður fari ekki bara í bústaðinn eitthvað þá, annars á Steina Rún afmæli á annan í páskum og vill helst vera heima.

Jæja hætt að sinni

Er með hér uppi við 1000 ástæður hamingju og gleði og læt hér filgja með smá lesningu.

Okkur líður best þegar öðrum líkar vel við okkur.

Hamingjan felst í því að vera ánægður með það sem maður á. 

Sönn vinátta er eins og góð heilsa; maður áttar sig ekki á gildi hennar fyrr en maður hefur misst hana.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fimmtudags knús til þín Lína, það er alltaf nóg að gera hjá þér Ég mundi kvitta oft á dag og Obba líka ef það væri ekki svona mikið vesen, þessi staðfesting og það. En hér er allavegana fimmtudags kvittið mitt, eigðu góðan dag og gott kvöl.ín vinkona Anna Ó

Anna Ó (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:57

2 identicon

Elsku hjartans Anna og Obba þið geri það nú fyrir mig þó þið þurfið að staðfesta í tölvupósti það er nú ekki flókið þó það sé asnalegt.

Kveðja Lína

Lína sjálf (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:31

3 identicon

Hæ kæra vinkona

Ég er orðin svo spennt fyrir Sálinni, það verður bara fjör hjá okkur!!!!!  Hlakka endalaust til

Knús úr nesinu

IMS

Inga Margrét Skúladóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:04

4 identicon

Já ég er búin að sækja miðana sem við vorum löngu búnar að tryggja okkur og ég er að farast úr spenningi. Kveðja til Þín elsku besta Inga Marét mín

Lína (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband