Fimmtudagur, föstudagur og helgin framundan

Halló á föstudegi.

Já það var þétt setinn dagurinn í gær vinna, kveðjuhóf, heim borða og hjálpa til við lærdóm koma skikk á heimilið og svo fór ég í saumó bara seint eða 22 til 24 mæting venjulega kl.21 en svona er að vera bíssí og vilja sinna öllu sínu og sínum.

Svo var það bara vinnan og Fjarðarkaup í dag og mín bara heima oh hvað ég hlakka til að geta sofið til 10 í fyrramálið áður en að ég fer í sund og Unnur Hrönn í fimmleika kl.11 en svo ætlum við að fara að kaupa afmælisgjöf því Unnur fer í afmæli kl.15 á morgun hjá bekkjarsystur sinni.

Já svo er það dósasöfnun með 10 bekk á sunnudag aha við foreldrarnir verðum að ferja það sem þau safna upp í skóla og telja með þeim svo verður þetta eða ágóðinn (peningurinn) notaður í útskriftarferð 10 bekkjar í vor.

Já og Valdi er að fara erlendis sunnudag fram á föstudag ó guð og tónleikarinir (Sálinn hans jóns míns nema hvað)sem ég er búin að vera bíða eftir og löngu búin að kaupa miða á eru þann föstudag 14.mars hugsa sér allt að gerast.

Kveðja Lína

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi elsku Lína og njóttu þess að sofa til 10 Knús frá frú Fáskrúðsfirði

Anna Ó (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband