Halló það á að kvitta fyrir komu sinni

Það er nú á mörkunum að ég nenni þessu allt of fáir sem kvitta í gestabók eða annað.

En dagurinn í dag gekk vel þrátt fyrir annir náði samt að henda mér í sófann aðeins seinnipartinn í dag áður en að ég hélt áfram að þvælast því ég var búin að lofa mér í hús kl.20 í kvöld og er komin þaðan bara gaman, var að hitta yndislegar konur sem ég kynntist fyrir rúmu ári síðan (oct 2006) á Sjálfstyrkingarnámskeiði  austur í sveit sem var yfir heila helgi og við erum svo duglegar að halda hópinn enda er ég hópstjórinn (kemur örugglega öllum á óvart) en það var þó liðið allavega 4 mánuðir síðan við hittumst síðast en við höfðum hist þétt og vel í haust og svo höfðum við ekki haft tíma fyrr en nú og við erum á öllum aldri en allar ungar í anda og skemmtilegar.

Svo er bara stóri geggjaði tónleika dagurinn á morgun og ég búin að klippa myndir af gömlum sálarbol sem eru komnar á annan nýrri og skarta ég honum örugglega annað kvöld þó sé verið að útbúa annan.

Sigga Mæja flíkin er komin.

Kveðja og góða nótt Lína

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Inga Margrét stendur hérna yfir mér og er að góla:"Sálin í kvöld!!" og "Ég ætla að meir að segja að gista hjá Línu!!" og "Það er eftirpartí á Nasa!!". Ég held svei mér þá að hún sé farin að hlakka til.

Góða skemmtun í kvöld, Lína mín.

Lára (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 08:53

2 identicon

Hæ Hæ Lína fína.

Ég skoða bloggið regluleg en er nú frekar löt við að kvitta og svo hef ég ekki alltaf getað það en ég ætla að reyna að taka mig á í þessum efnum. Ég er nú eiginlega græn af öfund að þú sert að fara á tónleikanna úff ég heeeeefði bara átt að koma .Góða skemtun bið að heilsa stebba og co

Auðbjörg (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

gaman að sjá þig í gær :) þetta voru alveg geggjaðir tónleikar

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 15.3.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband