Ég á ekki til orð yfir fjörið á okkur vinkononum í gær

IMG_4055Byrjuðum á því að fara á Carúsó að borða og drekka, mættum svo frekan mjúkar að utan sem innan í Laugardalshöllina hittum fullt af skemmtilegu fólki sem við þekkjum þó ekki alla sem við vissum af þarna og áður en að við vissum af voru tónleikarnir byrjaðir og eins gott að við fórum á snyrtinguna áður því maður tímdi sko ekki að fara þennan 2.1/2 tíma sem þeir spiluðu og sungu stanslaust þessar elskur og stemningin maður minn svo eftir tónleika hittum við aftur meira fólk sem við þekkjum og suma aftur og skelltum okkur nokkur á Nasa og dönsuðum við sálarlög langt fram á nótt, Takk fyrir elsku Inga Margrét vinkona mín fyrir frábært kvöld.

Svo var dagurinn í dag stífur, Tónleikar í söngskólanum hjá Unni með Páli Óskari græja afmælis og skírnargjöf, koma við á fundi í Hveragerði mæta í skírn og fertugsafmæli á Selfossi og loks komin heim í afslöppun.

Annars kom Valdi erlendis frá sl. nótt og færði hann okkur öllum skvísunum á bænum fallegar gjafir eins og honum einum er lagið.

Takk fyrir kvittið elskunar mínar sem eru svo kurteis að kvitta. Lína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að þið skemmtuð ykkur vel! Ég ætla að kíkja á myndirnar.

Lára (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 08:53

2 identicon

Hæ skvís

Takk, takk og takk fyrir síðast.  Ég er enn að ná mér, þetta var SVO GAMAN  Við verðum að endurtaka þetta sem fyrst, þó ekki væri annað en mæta á Caruso og fá okkur Mohito

Þú ert best, mundu það. Love you kæra vinkona.

Inga Margrét

Inga Margrét Skúladóttir, Borgarnesi (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband