vinna,heima, leikfimistími og göngutúr

Mánudagskvöld og Lína búin að labba frá Hafnafirði. og í Kópavog á 80 mín.

Já þetta gat ég málið er að ég var sú eina sem mæti í leikfimi í kvöld og var mæld og viktuð og var ekki ánægð með niðurstöðurnar og ég þurfti að koma bíl í Hafnafjörð (fyrir morgundaginn)vegna smá viðgerðar og ákvað því að labba til baka eftir að hafa skilið hann eftir í kvöld og láta engan sækja mig og ég auðvitað talaði við sjálfan mig alla leiðnina um að borða meira hollt og minna sæt og gott fyrir utan að fara oftar út að labba milli þess sem ég fer í leikfimi og sund en málið er mataræðið, held að ég verði að hætta í öllum saumaklúbbum og boðum ég er alltaf einhverstaðar að borða eitthvað gumelaði gott og er held ég orðin sykurfíkill eins og aðrir verða háðir sígarettum, víni, spilakössum og öðru.

Þannig að setjið nú hvetjandi orð á síðuna mína og bjóði mér bara vatn, ávexti og grænmeti þegar ég kem í heimsókn.

Kveðja Lína agalausa sykurkerling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband