Klipping og litun á morgun

Halló, halló.

Fyrir utan það að vinna í dag fór ég að láta laga gleraugun mín aðeins og prufaði linsur en ég hef s.s ald. verið með linsur áður en oft langað svona til að geta verið með flott sólgleraugu pantaði mér nokkur pör af daglinsum en guð minn góður að setja þær í og taka þær úr það er kannski ekki alveg fyrir brussu eins og mig kemur í ljós. Svo náði ég að taka nokkrar myndir af Steinu Rún með hraði áður en hún fór á Árshátíðina í skólanum alveg svakalega fín en það versta var að hún var búin að kaupa sér voða fína bandaskó fyrir einhverjum vikum síðan og ekkert búin að gera nema að máta þá í búðinni og hér heima við kjólinn þá datt bara pinninn úr sem maður stingur í bandið þegar maður festir þá á sig og hún varð að nota nælu á annan skóinn þar sem þetta gerðist 10 mín fyrir árshátíðarkvöldverðinn sem varð að mæta stundvíslega í.

En við hinar borðuðum bara góðan mat hér heima sinntum heimanámi og öðrum verkum nú er elsta og yngsta sofnaðar og Steina Rún kemur um kl. eitt Valdi fer á stað heim frá Nasville á morgun en kemur heim á laugardagsmorgun.

Kveðja Lína

 

P.S Sigga Mæja kvittaðu

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband