Já við fórum í bústaðinn sl. fimmtudag og ég er ekki að grínast það var heimmikið búið að gerast varðandi gróðurinn hér fyrir sunnan þegar við komum til baka væntanlega rigningunni að þakka á sumardaginn fyrsta.
Viggi vinur okkar kom á föstudeginum og var á fullu að hjálpa til við að búa til bílastæðið fyrir utan bústaðinn okkar það þurfti að grafa , sækja efni, sand , möl og steina nutum við líka góðrar aðstoðar pabba og Svans bróður.
En nú fer ferðum okkar í bústaðinn að fjölga á þessum árstíma og ef ykkur langar að kíkja er bara um að gera að hringja og athuga með okkur en ég get strax sagt að við verðum ekki þar um næstu helgi, en 10,11 og 12 maí pottþétt löng helgi.
En ég stakk af á laugardagsmorgun og hitti góðar konur sem ég var einu sinni með á Sjálfstyrkingarnámskeiði saman og höldum líka svona vel hópinn og áttum yndislegan laugardag saman.
En í dag var ég á fullu að færa til sófa og skápa til að geta þrifið vel á bak við og undir og breyti jú líka aðeins húsgagnaskipan í bústaðnum okkar sem heitir Skemann.
Stóru stelpurnar voru voða duglegar heima að læra og læra prófin framundan svo var Dagbjört einnig að vinna á morgnana frá 6 til hádegis bara duglegar en núna eru þær báðar komnar í frí fram yfir próf.
En eigið góað vinnuviku elskunar bara 2 daga í vinnu hjá mér
Kveðja Lína
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 29313
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hæ.
Ég var að skoða myndir af skemmuni ég hafði ekki séð þær áður þetta er svaka flott hjá ykkur. Nú verðið þið að vera dugleg að setja inn nyjar myndir af öllu sem er gert þar.
Kuldar kveðja að vestan
Auðgjörg (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.