29.apríl.2008

Já stelpu skotið vann í keilu og fékk líka þessa fínu húfu í verðlaun merkta Keiluhöllinni og Pepsí mikið fjör og mikið gaman, svo sótti ég hana til vinkonu um kl.18 þá höfðu þær á góða 2 klukkutíma saman þessar elskur.

Annars erum við hjónin að fara úr landi á morgun með yngstu dömuna með en stóru verða heima að sinna próflestri og prófum og foreldrar mínir ætla eins og svo oft áður að koma til þeirra það er alltaf ákveðið öryggi þó þær séu stórar og geti bjargað sér.

En við verðum í heimagistingu hjá vinum og vandamönnum bæði í Danmörku og Svíþjóð sem er bara gaman ætlum að heimsækja nokkrar fjölskyldur og skreppa í Tívolí ef það er opið.

Verð að fara að gera eitthvað annað en að hanga í tölvunni hafið það sem best kveðja Lína

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O, góða ferð öll þrjú ég bið að heilsa Köben, eiginlega uppáhalds borgin mínSkemmtið ykkur vel og takið með ykkur sól og sumar heim á frón K.kv.Anna Ó

Anna Ó (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:02

2 identicon

ohhhhh köben það var nú ekki leiðinlegt þegar við fórum á stebba og co. Mikið gaman og mikið trallað. við verðum að gera þetta aftur. Góða ferð.

Vetrar kveðja að vestan Auðbjörg 

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband