Stödd á búgarði í SVÍÞJÓÐ

Sælar elskurnar mínar.

Já haldi þið að ég hafi ekki komist í tölvu.

Við erum búin að hafa það yndislegt í þessari ferð öll þrjú farið í Dýragarð ZOO Kaupmannahöfn,Tívolí,búðir,kaffihús,veitingarstaði og fleira gistum hjá yndislegu fólki í Köben en erum nú komin til Svíþjóðar þar sem vinur okkar hann Jói býr og á sunnudaginn förum við til Ingibjargar frænku sem býr einnig í Svíþjóð og komum heim á mánudag.

Í tilefni 10 ára brúðkaupsafmælis í dag 2.maí fékk ég líka þennan yndislega fallega hring.

hætt að sinni kveðja Lína í útlöndum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt mín kæra

Auðgjörg (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 13:16

2 identicon

Hæ kæra vinkona

til hamingju með 10.ára afmælið elsku Lína og Valdi.

Ertu viss um að það séu komin 10.ár, mér finnst svo stutt síðan við Skúli reyndum að halda uppi fjörinu í frábærri brúðkaupsveislu!!!! Við sem höfum ekkert elst.

Skemmtið ykkur vel í Danaveldi og í Svíaríki, alltaf gaman í Köben, algjörlega mín uppáhaldsborg.

Ég vissi að það hlyti að vera mjög góð ástæða fyrir að Valdi sleppti miðstjórnafundi Framsóknarflokksins.  Ertu kannski búin að snúa honum Lína mín, eftir 10.ára hjónaband.!!!!!!!

Bestu kveðjur

IMS og co.

Inga Margrét Borgarnesi (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:19

3 identicon

Vá... 10 ár.. rosalega er tíminn fljótur að líða, finnst örstutt síðan við gæsuðum þig og brunuðum í Borgarnes í brúðkaupsveislu

Er að hugsa um að kíkja á þig í vikunni, er að fá frahvarfseinkenni
Valtýr er á kvöldvöktum á þriðjudag og miðvikudag þannig ef þú ert heima var ég að spá í að kíkja á ykkur með drenginn.

Risaknús
Emma

Emma og co (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband