Jæja vinnuvika að hefjast og búið að vera notalegt í sveitinni fyrir utan smá slys en Valdi meiddist illa á hendi og þurfti að klippa af honum giftingarhringinn og það lagaði mikið þar sem að blóð var hætt að renna fram í fingurinn en hringinn er hægt að laga og Valdi jafnar sig við kældum þetta vel og hann tók bólgueiðandi þannig að tölvufingurnir ættu að virka nú sem endranær.
Við hengdum upp þrjú ný falleg ljós (2 veggljós og 1 ljósakrónu) í bústaðnum með aðstoð Vigga vinar okkar en hann og Magga voru hjá okkur eina nótt, Embla Sól (að verða 7 ára) var hjá okkur 2 nætur en hún kom með okkar að sunnan á laugardag og Pabbi hennar kom í gær og gisti eina nótt í næsta húsi hjá Pabba sínum en þær undu sér vel í sveitinni og Aníta líka sem var með Þóru Sif hjá Svan bróður og fjölskyldu.
Fuglalífið er að hefjast á fullu og bara gaman að sjá fuglana para sig og spóka um tún, móa og flóa.
Stelpurnar stóru stóðu sig með prýði hér heima önnur þurfti að læra en hin að jafna sig eftir óvissuferð,náttfataball og fleira , En þær fóru í mat til föður síns í gærkvöld sem var bara gaman þær færðu unnustu Pabba síns rós í tilefni mæðradagsins og einnig beið mín rós þegar ég kom heim í kvöld.
Jæja nó að gera í vikunni framundan saumó, dúlluhittingur,foreldrakvöld og fleira en ég verð heima um næstu helgi trúi þið því?
Kveðja Lína
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hæ
Nú er komið smá vor á Ísó sem betur fer. 12 dagar og þá er ég komin í frí jibbbbi ekki slæmt. Góðar bata kveðjur til Valda.
Knús á línuna Auðbjörg
Auðbjörg (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:22
Knús til þín Lína fína, takk fyrir öll kvittin þú ert kvittdrottningin mín
Anna Ó (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:58
hæhæ, gott þið höfðuð það notó í sveitinni og að valdi sé að hressast í guðsgöflunum
bið að heilsa
ps. embla sól er víst að verða 8 ára í haust
tíminn er ótrúlega fljótur að líða alltaf hreint 
Erla Margrét Gunnarsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.