Góður vinnudagur og göngutúr heim eftir vinnu svo stóð nú til að labba á Helgarfell en það klikkaði geri það síðar hef að vísu einu sinni áður fyrir nokkrum árum labbað á Helgarfell.
Valdi fór og tæmdi kerruna sem var full að ýmsu úr garðinum (aðalega mosa)og fékk sér til aðstoðar tvær yngri stelpurnar en einnota umbúðir voru teknar með í þessa ferð alltaf gott að ná sér í smá aur (Steina Rún 16.ára) Svo lánuðu við vinnufélaga mínum kerruna en hann sótti hana eftir leik í kvöld (margir fótboltaleikir í gangi þess dagana) já það eru fleiri en við sem þurfa að fara reglulega með garðúrgang og fleira í sorpu.
Góð vinkona kom í heimsókn og ég missti mig aðeins á tuskunni svo í kvöld Valdi á afmæli á miðvikudaginn og eigum við von á systk. hans allavega í mat.
Kveðja Lína
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
O, krafturinn alltaf í þér Lína, ég vildi að ég gæti gengið heim úr vinnunni, en þá yrði kvöldmaturinn nú ansi seinn held ég
Tvennir skór með hjóli á hælnum voru keyptir fyrir flöskupeningana á þessu heimili svo heimasætan og systir hennar svífa um
Eigðu góðan dag og til hamingju með Valda á morgun ef ég gleymi að kvitta þá
Knús frá Önnu Ó
Anna Ólafs (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.