Labbaði heim í dag aftur á morgun og fimmtudag 3 daga í þessari viku YESSSS

Góður vinnudagur og göngutúr heim eftir vinnu svo stóð nú til að labba á Helgarfell en það klikkaði geri það síðar hef að vísu einu sinni áður fyrir nokkrum árum labbað á Helgarfell.

Valdi fór og tæmdi kerruna sem var full að ýmsu úr garðinum (aðalega mosa)og fékk sér til aðstoðar tvær yngri stelpurnar en einnota umbúðir voru teknar með í þessa ferð alltaf gott að ná sér í smá aur (Steina Rún 16.ára) Svo lánuðu við vinnufélaga mínum kerruna en hann sótti hana eftir leik í kvöld (margir fótboltaleikir í gangi þess dagana) já það eru fleiri en við sem þurfa að fara reglulega með garðúrgang og fleira í sorpu.

Góð vinkona kom í heimsókn og ég missti mig aðeins á tuskunni svo í kvöld Valdi á afmæli á miðvikudaginn og eigum við von á systk. hans allavega í mat.

Kveðja Lína

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O, krafturinn alltaf í þér Lína, ég vildi að ég gæti gengið heim úr vinnunni, en þá yrði kvöldmaturinn nú ansi seinn held ég

Tvennir skór með hjóli á hælnum voru keyptir fyrir flöskupeningana á þessu heimili svo heimasætan og systir hennar svífa um

Eigðu góðan dag og til hamingju með Valda á morgun ef ég gleymi að kvitta þá Knús frá Önnu Ó

Anna Ólafs (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband