Æj ætti kannski bara að hætta þessu bloggi

Já allavega hugsa það.

En fór s.s í sveitina í gær eftir að Unnur Hrönn hafði farið í fimmleika og afmæli og við vorum svo heppnar að fá far þannig að við gátum komið saman á einum bíl í dag ásamt Valda, en vinafólk okkar fór til baka í bæinn í gær eftir Evrovisjon í sjónvarpinu.

Hera Hlín frænka (bróðurdóttir mín) bauð okkur í afmæliskaffi í dag en  hún verður 13 ára á þriðjudaginn kemur og var veisla í sumarbústaðnum þeirra í dag og við vorum auðvita búin að kaupa gjöf í Köben um daginn.

Valdi og Unnur plöntuð nokkrum trjám sem Valdi fékk í afmælisgjöf á dögunum.

Ég las og snurfusaði inni við í bústaðnum alltaf gaman að gera meira og meira notó en nú förum við ekki aftur fyrr en eftir tvær vikur þar sem við verðum erlendis hjónin um næstu helgi, en Unnur Hrönn fer kannski ásamt frænku sinni og hennar manni og gista eina nótt.

Stóru stelpurnar stefna á að selja Álfinn (SÁÁ) um næstu helgi passa húsið og hver aðra auðvitað.

Jæja góða vinnuviku elskurnar ég ætla að labba heim úr vinnu á morgun.

Lína

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt, konan búinn að lesa öll bloggin frá því fyrir flutninga... heilmikið að vinna upp sko....

Takk fyrir innlitið í gærkvöldi.. .verður sko boðið í nachos og ostasalasósu þegar búið er að koma sér þokkalega fyrir og karlinn á næturvakt eða kvöldvakt.

Risaknús á þig, Emma ofurkona

Emma (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband