Sælar elskurnar mínar.
Já ég er sko ennþá í sumarfríi en er að fara að vinna næsta mánudag en vonandi bara þá vikuna því mig langar að taka viku í viðbót vikuna eftir.
En ég er s.s búin að vera í Straumfirði í tæpar tvær vikur í bústaðnum okkar fína og við höfum fengið fullt af góðum gestum set inn myndir þegar ég er búin að hlaða batteríið sem kláraðist í gærkvöld í Borgarnesi og ég ekki með réttu græjuna til að hlaða og engin átti eins og ég tíbíst sem kom sér frekar illa þar sem ég var boðin í afmæli kl.9 í morgun í Mosfellsdal hjá henni Helenu vinkonu minni sem er fertug í dag og bauð í þetta líka svakalega fína dömu boð já bara konur.
En Valdi og Unnur komu mér s.s í Borgarnesi í gær þar sem ég fór á tvær sýningar (Börn í 100 ár og ljósmyndasýningu Birtu) með Ingu Margréti ofurvinkonu okkar Helenu og við fórum auðvitað í Kristý í Borgarnesi og versluðum gjöf, fórum á Venus að borða og svo í heimsóknir t.d til Láru sem er að fara að fitja úr Borgarnesi.
En núna ætla ég að vera heima í nótt ásamt stóru stelpunum mínum sem eru búnar að vera svo duglegar að vera einar heima, að vinna og passa húsið og hvor aðra.
Svo förum við í Húsafell á morgun eftir vinnu hjá Dagbjörtu kl.12 á hádegi þar sem við hittum Valda, Unni og 160 aðra ættingja ca á ættarmóti og við erum svo heppin að fá að gista hjá Friðbjörgu og Gumma sem eiga æðislegan fyrrverandi Delta (Actavis) bústað þar.
Jæja hætt að sinni verð vonandi dugleg í næstu viku ykkar vinkona Lína
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
O, það er alltaf nóg að gera hjá þér Lína mín. Ég læt mér svosem ekki leiðast heldur en það er minna félagslíf í kringum mig það verð ég nú að viðurkenna. Hvenær eigum við hjónin að skipuleggja ferð í afmæli? Er bara með það á hreinu að okkur sé boðið svo það sé sagt
Eigðu góða vinnuviku og vonandi kemstu aftur í frí vikuna á eftir, þeð er svo gott að eiga frí
Knús til þín og allra heima hjá þér, frá Önnu Ó
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.