Já styttist í að skólarnir hefjist og sumarið að verða búið

Já ótrúlegt en satt þetta líka flotta sumar að verða búið.

Við Unnur Hrönn fórum s.s í dag eftir vinnu að kaupa skóladót já það var komið á vefin hvað hún þarf í 4 bekk og hún vildi bara klára þetta svo það væri búið enda bara gott mál þó að mér finnist nú frí í skólum eiga að vera í það minnsta 3 mánuði.

Fórum svo hjónin að hitta yndislega vinkonu í kvöld (en hún var að passa barnabörnin, samt bara jafngömul Valda) og Unnur Hrönn með okkur bara gaman.

En við Unnur Hrönn ætlum að passa frændsystkini hennar frá Selfossi annað kvöld það verður bara gaman fyrir þau krakkana að hittast eins og alltaf.

En Valdi ætlar í Straumfjörð fram á laugardag (seinnipartinn) en á laugardagskvöld erum við að fara í boð hjá yndislegu vinafólki okkar í Hafnafirði já alltaf nó að gera.

Jæja best að koma sér í hátinn.

Kveðja Lína

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband