Annasöm og erfið afmælisvika

Sælar elskurnar.

Já nú hef ég sko engan vegin staðið mig í blogginu en það er bara þannig að það hefur verið allt of mikið að gera bæði skemmtilegir og sorglegir hlutir sem taka frá manni ansi mikla orku.

En ég er s.s orðin fertug og líður ótrúlega vel með það átti hreinlega ekki von á því en svona er það nú bara.

Búin að fá nokkrar fallegar skemmtilegar gjafir og er á fullu að undirbúa og græja fyrir afmælisveisluna á laugardaginn og þó ég sé ekki að baka og elda neitt sjálf þá er nó að gera varðandi innkaup hér og innkaup þar. En stefnan er að hvílast í fyrramálið útrétta eftir leik og koma sér í sveitina og fá lyklana af félagsheimilinu og dúka og punta sem mest annað kvöld til að minka álagið á laugardag og hafa gaman.

Kveðja Lína gamla, meira með lítið hjarta en oftast stórt

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumar vikur taka meira á en aðrar, en þú hefur nú staðið þig eins og hetja að vanda. Og þú átt eftir að afreka heilmikið i dag og kvöld ef ég þekki þig rétt.
Hlakka til að koma á morgun, því það á pottþétt eftir að vera hlegið heilan helling, mikið stuð og mjög gaman eins og þér er einni vísast.
Risa knús frá mér Emma

Emma (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:25

2 identicon

Hæ Hæ.

Þið verðið nú mjög ofarlega ef ekki bara efst í huga mér á morgun. Njótið þess  með svona góðu fólki .

Saknaðar kveðja Obba 

Auðbjörg (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband