Haustflensan er komin varið ykkur

Jæja halló allir saman.

 

Ég er búin að vera drulluveik með ógeðslegt kvef og slöpp fór því ekki í vinnu fimmtudag og föstudag en lét mig hafa það að fara í yndislegt brúðkaup í gær hjá Stínu og Sverri og hef örugglega náð að smita helling af fólki því ég hef grun um að ég hafi smitast í gæsuninni fyrir viku síðan en þá voru tvær rétt að ná sér uppúr þessum veikindum en s.s fór og sé ekki eftir því alveg æðislegur dagur en er núna búin að sofa rúmlega venjulegan nætursvefn og er ekki frá því að ég hafi lagast töluvert í nótt.

Dabjört Helga og Steina Rún eru að fara í 1 árs afmæli hjá bróður sínum hér í þarnæstu götu í dag annars er búið að vera nó að gera hjá þeim Steina Rún fór í ferðalag með MH föstudag til laugardags og Dagbjört hefur brjálað að gera í félagslífinu, fara í bíó , boð  og svo framvegis.

Unnur Hrönn fór líka í skemmtilegt afmæli hjá Bekkjarsystur í gær.

En í vikunni stefni ég að því að nota 2 af gjafakortunum sem ég fékk í afmælisgjöf allavega búin að panta og hlakka bara til miðvikdags og fimmtudags að fara í fótsnyrtingu og Nudd.

Guðmundur Ellert frændi minn og Gerða komu við í vikunni með yndislegan Gunnar Þór frænda sofandi í vagni ekkert smá myndalegur sá drengur en ég ætla nú bara að kíkja á þau þegar ég er laus við pestina.

Jæja best að hætta þessari skýrslugerð og gera eitthvað að viti hér heima eigið góða helgarrest.

Kveðja Lína

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband