Já er heima hjá mér

Góða kvöldið.

Já mín bara heima á föstudagskvöldi og hluta úr degi á morgun og aftur seinni partinn á sunnudag.

Er að fara í boð  á Selfossi annað kvöld með jafnöldrum mínum úr Borgarnesi (ætla að gista) og það verður bara gaman en ætla að eiða deginum á morgun að mestu með Unni Hrönn svo fer hún með á Selfoss og verður hjá Kolbrúnu Védísi vinkonu sinni  sem varð 8 ára í gær eina nótt svo við getum átt sunnudaginn saman aftur mæðgur og spókað okkur frá hádegi.

Annars fór ég í yndislega fótsnyrtingu í gær og pantaði í handsnyrtingu í næstu viku svo að mér gengur bara súper vel að spreða út dekur gjafakortunum mínum.

Valdi fór í sveitina og vinur hans einnig og þeir stefna á að fara í Bifröst annað kvöld að rifja upp gamla tíma þar sem að Upplyfting muna leika fyrir dansi.

Góða helgi kæru gestir og leynigestir Lína

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hæ elsku Lína.

Það er bara frábært hvað þú ert viljug að njóta þess að vera til og nota öll gjafabréfinn svo er maður bara 40 einu sinni svo er nú bara það.Góða helgi. 

Bestu kveðjur frá Ísó.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:10

2 identicon

Sunnudagskvöld og vinnuvikan framundan, eigðu góða viku með hamingjusamar tær og glatt hjarta, vonandi var helgin góð hjá þér, kær kveðja til allra frá okkur á Fásk.

Anna Ó (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband