Haust ekki jól en bráðum aha áður en við vitum af þá eru komin jól

Jæja elskurnar mínar.

Jólin eru sko ekki komin en ég er búin að kaupa og panta nokkrar jólagjafir og ég mæli með því til að dreifa bæði álagi og kostnaði að þið byrjið snemma en ekki byrja að skreyta fyrr en á fyrsta í aðventu það er alveg nó.

Fór í leikfimi loksins í dag en var búin að sleppa 4 tímum vegna veikinda en hafði samt lést smá þrátt fyrir mikið brjósykurssog (át) sem er auðvitað bara sykur en gott að hafa beiskan við höndina þegar heilsan er svona en teið virkaði líka.

Mikið hlegið og mikið gaman hjá okkur jafnöldrum sl. laugardagskvöld hjá Guðlaugu yndislegur matur og desert og næsti hittingur þá með mökum verður 1 til 2 nov á Hótel Glym og það verður örugglega geggjað Grin matur gisting og morgunmatur.

Var að skrá Unni Hrönn á leiklistarnámskeið sem verður í skólanum hennar á fimmtudögum frá og með 25.sept í einn klukkutíma eftir skóla og líkur með sýningu í leikhúsi í lok annar bara gaman, en þetta var í boði líka í fyrra og hana langaði svo þannig að við slógum til núna.

 

Næg plön þessa vikuna eins og alltaf þó aðeins rólegri en sú síðast held ég sem er bara gott.

Kveðja Lína

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OOOOOOOoooooooooooooo, Hótel Glymur hljómar vel

Ég er farin að hamstra og hugsa með aðventu og jól í huga, og varðandi það sem þú varst að spyrja mig um þá er bara spurning hvað þú villt, bökunarsettin eru geisi vinsæl fyrir krakka frá 2-8, nú svo eru það lúxus-stykkin (viskastykki) nú og kanínur og sjálfsagt eitthvað fleira, er komin í saumagírinn og þú lætur mig svo bara vita Eigðu góðan dag og ekki fjúka útí buskan, nema þá í austur átt og ég get þá reynt að grípa þig áður en þú lendir í Færeyjum

Knús til þín frá Önnu Ó

Anna Ó (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband