Já fórum seint á föstudagskvöld í Borganes til mömmu og pabba og þaðan svo í bústaðinn okkar.
Valdi fór ýmislegt að sýsla með Svan bróður á laugardeginum já þeir eru sko duglegir karlarnir í sveitinni en við Unnur Hrönn vorum inni aðþrífa, baka skúffuköku og fleira og buðum þeim auðvitað ásamt Bjarna að koma og smakka með þeyttum rjóma og allt svo rendum við góðgætinu niður ýmist með kaffi eða kakó.
Um kvöldið (laugardags) fengum við gesti í mat og gátum þá auðvitað haft kökuna og rjómann í desert og það sló sko í gegn á sunnudeginum mætti Unnur Hrönn svo á tónleika í söngskólanum með Páli Óskari fékk áritun og mynd af sér með honum og fór svo í smá heimsókn til Anítu vinkonu sinnar á eftir en Dagbjört og Steina Rún sóttu hana svo því við hjónin höfðum öðrum hnöppum að hneppa eins og gengur (munur að eiga stórar stelpur)
Fór með Unni Hrönn til tannlæknis í dag og á að fara með hana í tannréttingar úff það kostar skildinginn en eitthvað sem verður að gera og maður tekur því bara með bros á vör.
Farin að huga að húsverkum.
Kveðja Lína
Jæja best að athuga með húsverkin hér
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagin sem þú skrifar að þér hundleiðist Lína mín, þá kem ég með hraðpósti! Það er alltaf nóg að gera, tannréttingarnar eru bara svona pakki sem maður verður að taka eins og hverju öðru og minna sig á að við erum ótrúlega heppinn að hafa möguleika á að veita börnunum okkar allt það besta, hafðu það gott og farðu vel með þig, þú ert nú komin á fimmtugs aldurinn
Knús til ykkar allra frá ÖnnuÓ
Anna (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.