Já Rannsókanardagur í vinnunni sl. föstudag á Hótel Sögu fyrirlestrar góðir, skemmtilegir og gagnlegir. Borðað á Grandagarði 8 farið á Sálarball og bara gaman og ég var undir morgun að koma fólki heim.
Brunuðum svo hjónin á Hótel Glym í gær eftir hádegi og hittum 4 jafnöldrur mínar og maka þar um kl.15 spjallað var, horft á leik, farið í heitu pottana geggjað útsýni, dressað sig fyrir kvöldið og borðaður yndislegur matur og drukkið vel en þó í hófi, sofið út og nært sig vel við morgunverðarhlaðborð fyrir brottför eftir hádegi í dag bara yndislega gaman.
Fórum svo öll fjölskyldan í skírn í dag kl. 15:30 þar sem frænka fékk nafnið Emelía Katrín svo falleg og góð og allt gekk svona ljómandi vel.
Eigið góða og áhyggjulausa vinnu vikur kæru vinir og leynisgestir sem kvittið ekki.
Kveðja Lína
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 29284
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hæ.
Það er alltaf svo mikið um að vera hjá ykkur það er ekkert smá . Ég hefði nú bara verið til í sálar ball með Stebba og co ohhhh þeir eru bara æði. Það er ekki hægt að þroskast upp úr því svo er nú bara það, og þó maður sé 40 ára eða eitthvað.
Kveðja Auðbjörg
Auðbjörg (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 12:39
HÆ skvís
til lukku með litlu frænku, á ekki að setja inn mynd af henni???
Mikið var Steina Rún flott í Spaugstofunni, gaman hjá henni.
Knús úr nesinu
IMS og co.
Inga Margrét Skúladóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.