Alveg að koma helgi aftur

Halló.

Þetta líður allt svo hratt.

En fyrir utan að vera í vinnu og heima hjá mér þessa vikuna er ég búin að fara í litun og klippingu í Iðnskólanum í Hafnafirði og er komin með dálítið styttra hár en ég var búin að vera safna í 3 ár.

Kíkja í að minnsta kosti eina heimsókn, fara aðeins í búðir, panta jólakortin og eitthvað svona.

Valdi er hinsvegar búin að mála meira já hann var að mála svefnherbergis ganginn og svo ætlar hann að mála forstofuna oh hvað verður gaman að byrja að skreyta um helgina í húsinu innan sem utan vonandi.

En á morgun eru tónleikar í söngskólanum hjá Unni Hrönn og ætlum við auðvitað að fara og horfa á hana syngja eina 2 lög með Sálinni hans jóns míns og jafnvel eitt lag til með hópnum sínum en það er lagið Nína.

Jæja læt þetta nægja af fréttum vikunar að þessu sinni

Lína

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband