Gleðilega jólarest og takk fyrir fallegar gjafir og kveðjur

Já héðan er allt gott að frétta.

Komum heim úr Borgarnesi í dag en fórum þangað á jóladag í boð eftir boð 2 daga í röð og enduðum í sjósundi í gær í Straumfirði og að þessu sinni tóku 11 manns þátt.

En hér var mikið gaman og mikið fjör á aðfangadagskvöld mikið af kortum og pökkum og allir sælir með sitt fallega og fína til að lesa, klæðast og fleira þó einhverju smotteríi þurfi að skipta.

En vinna á morgun og hinn og svo frí til 5.jan.2009 vinkona okkar ung frá Sauðarkróki ætlar að koma á morgun og fá að vera eina nótt en hún er í æfingarbúðum í bænum í Körfubolta það verður gaman að hitta hana tala nú ekki um ef henni og dætrum mínum eldri gefst tími til að fara í bíó eða eitthvað annað kvöld.

Áramótin ekkert plönuð að öðru leiti en því að vera heima allavega á miðnætti að skjóta og njóta útsýnisins.

Jæja hætt þessu pikki

Kveðja Lína

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að spyrja að því að Lína mín hefur alltaf nóg að gera, konan hefur nú lesið blogg 2 vikur aftur í tíman og þarf greinilega að herða á heimsóknum á þessu fínu síðu.

Knús á þig mín kæra hlakka til að hitta þig annað kvöld

Emma (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband