Já héðan er allt gott að frétta.
Komum heim úr Borgarnesi í dag en fórum þangað á jóladag í boð eftir boð 2 daga í röð og enduðum í sjósundi í gær í Straumfirði og að þessu sinni tóku 11 manns þátt.
En hér var mikið gaman og mikið fjör á aðfangadagskvöld mikið af kortum og pökkum og allir sælir með sitt fallega og fína til að lesa, klæðast og fleira þó einhverju smotteríi þurfi að skipta.
En vinna á morgun og hinn og svo frí til 5.jan.2009 vinkona okkar ung frá Sauðarkróki ætlar að koma á morgun og fá að vera eina nótt en hún er í æfingarbúðum í bænum í Körfubolta það verður gaman að hitta hana tala nú ekki um ef henni og dætrum mínum eldri gefst tími til að fara í bíó eða eitthvað annað kvöld.
Áramótin ekkert plönuð að öðru leiti en því að vera heima allavega á miðnætti að skjóta og njóta útsýnisins.
Jæja hætt þessu pikki
Kveðja Lína
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki að spyrja að því að Lína mín hefur alltaf nóg að gera, konan hefur nú lesið blogg 2 vikur aftur í tíman og þarf greinilega að herða á heimsóknum á þessu fínu síðu.
Knús á þig mín kæra hlakka til að hitta þig annað kvöld
Emma (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.