Helgin var góð

Já var mikið heima við að pakka niður jólaskrauti, gestagangur og næturgestir, bakaðar pönnsur og fleira eldaði líka geggjaðan kjúklingarétt  Bringur, salsasósa, kókosmjólk og grænmeti allt sett saman í form eða pönnu og elda í 45 mín mjög gott, meðlæti eftir höfði hvers og eins en þetta er alveg nó.

Unnur Hrönn var að byrja að æfa fótbolta í dag og ætlar að hætta í fimmleikum það er svo svakalegur fótboltaáhugi í hennar bekk hjá stelpum og strákum.

Já við jafnöldrur úr Borgarnesi og makar hittumst svo á laugardagskvöldinu heima hjá Áslaugu það var bara gaman frá kl.20 og fram á nótt en við erum 8 og mættum allar en ekki nema 5 makar af 7 en alltaf jafn gaman þegar við hittumst.

En komin tími á að fara að elda fisk og hætta þessu tölvuhangsi.

Kveðja Lína

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband