Skemmtileg en róleg helgi að baki þrátt fyrir 2 afmæli

Já á laugardagskvöldið fórum við hjónin í afmæli sem var fram á nótt í heimahúsi voða gaman, en í gær sunnudag fórum við Unnur Hrönn í 1.árs afmæli voða notalegt að fara í boð og heimsóknir og sína sig og sjá aðra, hlægja og hafa gaman.

Að öðru leiti svaf maður út , sinnti húsverkum,versluðum, þrifum bíl og þetta venjulega bara.

Alltaf nó að gera hjá okkur í vinnunni og stelpunum í skólanum, dansi og íþróttum.

Og næg dagskrá næstu kvöld og helgar eins og alltaf sem er bara gaman hvort sem er til að spila, spjalla, nærast, dansa og annað.

Skemmtilegur fundur var haldin í vinnunni eftir hádegi hjá mér í dag og gaf okkur starfsfólkinu bjartar vonir og ljúfa drauma framundan sem er gott að heyra nú á tímum og veitingarnar voru nánast bara appelsínugular og ótrúlega mikið til í þeim lit að borða eins og t.d sætar kartöflur, appelsínur,mandarínur (klementínur), melónur, ostur, ananas,gulrætur, kökur með kremi og fleira.

Jæja hætt þessu skýrslupikki og sendi ykkur bara baráttu kærleikskveðjur á krepputímum

Lína

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband