Halló, halló.
Já prjónaskapur gengur vel önnur ermin á ermunum búin og byrjuð á hinni.
Mikil atgangur hér í bakgarðinum hjá mér verið að fara að skipta um klóaklagnir því allt uppgrafið og fínt ýmiskonar tækji komin hér og sandur.
Fer á Sauðarkrók með Unni Hrönn um helgina að keppa í fótbolta gisti hjá vinkonu minni sem verður bara notalegt og gaman en Unnur Hrönn verður með hópnum í gistingu í skóla á staðnum ásamt auðvitað einhverjum mömmum kannski verð ég ein af þeim aðra nóttina eða báðar ef þarf.
Stóru skvísurnar ætla að heimsækja systur sína á Blönduós en hún er að verða 13 ára á mánudaginn alltaf svo gaman fyrir þær að hittast.
Já Valdi karlinn ætlar að vera heima í klóakstandinu með gröfumanninum og reyna að klára þetta.
Annars bara það sama og venjulega vinna, borða og sofa.
Kveðja Lína
Bloggar | 24.6.2009 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já mín búin að finna uppskrift, búin að kaupa prjóna og léttlopa loksins, þannig að þíð vinkonur mínar sem ég þekki og veit að eruð duglegar að prjóna setjið ykkur í stellingar ég gæti bankað uppá með prjónavesen.
Steina Rún er að byrja að vinna í Emmes ís á mánudaginn og verður þar allavega fram til 1.águst brjálað að gera þar víst enda gott sumar og mikil ís sala eðlilega.
Auðbjörg endilega hringdu á mig þegar þú ert komin í bæinn kvittaðu endilega síðu sonar þins hingað eða sendu mér í tölvupósti finn hana ekki aftur.
Er að fara að sjá Fúlar á móti í kvöld með 3 samstarfskonum mínum það verður örugglega hlegið dátt góða magaæfingar það.
Góða helgi kæru vinir og leynigestir Lína
Bloggar | 12.6.2009 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komi þið annars sæl og blessuð sem laumist hér og lesið og kvittið helst ekki.
Af mér og mínum er allt gott Hér hafa flestir á heimilinu vinnu og eitthvað fyrir stafni Unnur Hrönn fótboltastelpa ætlar að verða eftir í sveitinni um næstu helgi og vera hjá Ömmu sinni og Afa ásamt frænku sinni í 1 eða 2 vikur. Svo fer hún seinnipart mánaðarins og fram í júlí á Reiðnámskeið hálfan daginn.
Dagbjört byrjar í sumarvinnunni um helgina og lítur út fyrir að hún hafi næsga vinnu í sumar vaktavinna en Steina Rún er bara með vinnu sem stendur um helgar vonandi rætist eitthvað úr því á allra næstu dögum en hún ætlar að taka eitt fag í sumarskóla í sumar til að flýta fyrir sér og tryggja að hafa þó eitthvað að gera á virkum dögum s.s læra en svo er hún á fullu að æfa dans (sumarnámskeið) ásamt því að hafa verið að aðstoða við förðun og dans við stuttmyndargerð um síðustu helgi.
Hér er ýmislegt verið að gera heima við eins og t.d að grafa upp hér á bak við vegna tíðs stíblustands og svo stendur til að grafa upp olíu tankinn hér við húsið, til stendur að laga múrskembdir á húsinu í sumar og halda garðinum við eins og hægt er án mikils kostaðar já alltaf nó að gera til að halda við húsi byggðu 1972.
Svo var ég einnig um daginn að taka til í geymslunni gefa föt,barna, unglinga og fleira já og taka í notkun sjálf jafnvel 7 ára gömul föt, tvíhjól fyrir 3 til 6 ára ca. gaf ég ásamt hjálparadekkjum og körfu á, litla stóla og borð fyrir 1 til 2 eða 3 ára, lána vöggu og svo framvegis.
Förum til Finnlands hjónin ásamt Unni Hrönn í sumar í 10 daga og skiptum við vin á húsi, bíl og sumarhúsi það verður örugglega gaman og stóru stelpurnar sinna sínu passa hvor aðra og húsið en verða jafnvel í aukaíbúðinni hér niðri bara á meðan.
Anna mín ég heiti fullu nafni á Facebook finn þig heldur ekki.
Jæja best að fara að hvíla sig.
Kveðja Lína
Bloggar | 4.6.2009 | 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já góðan daginn ég unga konan á innan skamms 2 dætur komnar með bílpróf og hávaxnari en ég ó boy ó boy.
Jæja já Steina Rún tók bóklega bílprófið með glans í vikunni og á þá eftir að taka nokkra verklega tíma áður en að hún tekur verklega prófið einnig er hún búin að vera í upptökum í stuttmynd þessi elska.
En ég er búin að vera að sjæna mig smá saman alla vikuna og fer á Árshátíð Actavis á morgun ásamt 739 öðrum oh þetta verður bara gaman fékk mér ekki nýjan kjól ætla að vera í sama kjólnum og í fyrra bara öðru við svo sem skóm, ermum, annað veski og svo framvegis.
Hitti yndislegar konur á fimmtudagskvöldið í heimahúsi og fékk geggjað kjúklingasalat og fleira ,yndislegt kvöld.
En hér í kvöld erum við bara búin að hafa huggulegt Idol kvöld öll nema Dagbjört en hún og vinkona hennar sem býr í Grindavík eru í afmæli og væntanlegar á hverri stundu til að fara að sofa hér.
Jæja hætt og farin að sofa egið yndislega helgi það ætla ég að gera.
K. Lína
Bloggar | 21.3.2009 | 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæl.
Var mjög ánægð með hlutina 3 sem ég gerði á glernámskeiði númer 2 og á sko eftir að fara aftur ef ykkur langar með endilega verið í bandi við mig hægt að fara nokkrar saman tekur ca 2 tíma og svo sækir maður í brennslu nokkrum dögum síðar.
En fyrir utan að vera í vinnu, hugsa um heimilið og börnin þá er búið að fara í saumaklúbb já og halda einn síðan síðast já er í mörgum, fara á sýningu sem var að opna í dag í Aðalstræði 10 en þar er Katý frænka mín að sína nokkur verk en hún útskrifaðist úr handavinnuskóla í Danmörku um jólin og kennir nú á Hallómstað fyrir austan rosalega flott það sem hún gerir en sýningin er á efri hæð hússins til 31.mars.
Já fór líka á ball um síðustu helgi á Nasa en þar var mín uppáhaldshljómsveit að spila fórum fjórar skvísur saman bara gaman en daginn eftir á sunnudegi var hér traffík af fólki og seinnipartinn rauk ég uppá Akranes með dætur mínar þrjár og 1/2 systur þeirra stóru hana Birtu Ósk einnig en vildum nýta tækifærið á meðan hún var í bænum við mikinn fögnuð Langömmu Boggu á Akranesi.
En á mánudaginn fengum við yndiselga gesti frá Noregi frænda(hálf bróðir pabba þeirra) stóru stelpnana og dóttur hans sem er að verða 7 ára en þau voru hress og kát að vanda og yndiselgt af þeim að koma við.
Helgin á að fara í tiltekt ýmiskonar og bakstur ald. að vita hvað maður gerir á sunnudaginn en þá á hún Guðlaug vinkona mín og svilkona fyrir austan fjall afmæli.
En eftir viku er árshátíð í vinnunni og mín er auðvitað búin að panta sér í ýmiskonar dekur í vikunni og í tilefni af því verða vinadagar í vinnunni þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag á mánudaginn er jákvæðni dagurinn (bíb að hætti Óla Stef ) gefið á þann sem talar um eitthvað neikvætt hvort sem er úr fréttum eða annað og á föstudeginum er höfuðfata og hárskrautsþema og verðlaun veitt og vinaleikur uppgerður.
Jæja best að koma sér í háttinn búin að eiga yndislegt kvöld yfir sjónvarpinu hér í kvöld og dætur mínar allar farnar að sofa og allt eins og það á að vera.
Kveðja Lína
Bloggar | 14.3.2009 | 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já þá er öskudagur að kveldi komin.
Já byrjaði morguninn á því að fara með Unni Hrönn (Walle Vélmenni ) að syngja á einum stað svo kom hún með mér til tannsa og ég skutlaði henni svo á 4 staði eftir það og skildi hana svo eftir í Hamraborg og fór að vinna og hún söng sér inn fullt að nammi í tilefni öskudags og söng Sódóma með Sálinni hans Jóns míns og tókst vel til.
En eftir vinnu fór ég á annað glernámskeið hjá sömu konum og um daginn hrikalega gaman hlakka bara til að fá þetta úr brennslu (3 hlutir) svo fór ég í heimahús á snyrtikynningu og fékk að borða og axlarnudd ekkert smá næs.
En dagurinn á morgun verður nú mun rólegri þó ég fari jú auðvitað á Kaffi Mílanó eins og alltaf á fimmtudögum á meðan Unnur Hrönn er í söngskólanum.
En stefnan er að fara jafnvel dagsferð í sveitina á laugardag enda komin tími til að tékka á bústaðnum en á sunnudag þurfum við að vera í bænum Unnur Hrönn að fara að syngja í messu og við að hitta yndislegt fólk hjónin seinnipart sunnudags en viðbúið að stóru stelpurnar vilji njóta laugardagsins einar heima.
Styttist í fermingar 28. mars, 5.apríl , 9. apríl og 19.apríl hjá vinum okkar og ættingjum sem við vitum um og það verður bara gaman nú á tímum á maður einmitt að vera duglegri sem ald. fyrr að rækta vini og ættingja.
Stefni á að bjóða litla saumaklúbbnum mínum heim á miðvikudaginn í næstu viku kl.21 sendi ykkur póst elskurnar.
Kveðja Lína
Bloggar | 25.2.2009 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já hér stormuðu inn gufuvinir og makar og tvenn hjón að auki til blóts sem heppnaðist mjög vel.
Dætur mínar stóru voru fengnar til að passa þ börn út í bæ og Unnur Hrönn fór að gista hjá Maggý frænku og Óla.
En hér voru s.s sótt aukaborð og stólar niður í skúr dúklagt allt með grænum dúkum og skreytt með grænum kertum og fallegum rósum og túlípönum mikið , talað, borðað og sungið og allt voða huggó og gaman.
En annars gengur allt sinn vanagang fór í Laugar spa með nokkrum úr vinnunni á föstudaginn var og slöppuðum af frá 17:30 til 21:00 í gufu, sána, potti, sturtum, hvíldarherbergi og fleira alveg yndislegt og borðuðum að lokum á sundfötum og slopp góða holla máltíð og bara geggjað.
Stefnir allt í rólyndisdag á morgun með Rafvirkja heimsókn eins og einnig í dag sem er kærkomið hann er búin að vera svo lengi á leiðinni en bara frábært að gera það sem gera þarf.
Fór ekki í bíó í vikunni eins og ég ætlaði en koma tímar koma ráð reyndar hætt að sína myndina sem ég ætlaði á en nó annað í bíó sem betur fer.
Góða nótt og góða dag kæru konur
Lína
Bloggar | 22.2.2009 | 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló, halló leynigestir sem standið ykkur engan vegin í að kvitta hvað er að?
Héðan er allt gott að frétta fór í klippingu í dag í Iðnskólanum í Hafnafirði og er komin með styttra en síðast og fer svo aftur 18.mars í litun spurning hvort þurfi að klippa og breyta aftur þá held ekki en sjáum til.
Búin að panta mér á annað glernámskeið í næstu viku ásamt vinkonum bara gaman.
Fór aðeins að dansa um síðustu helgi ásamt nokkrum frændsystkinum og 2 skvísum úr vinnunni en Valdi kom bara með dansaði ekki, fór einnig í bíó með Mömmu og stóru stelpunum mínum á sunnudeginum en þau (foreldrar mínir)voru í bænum þá er gaman að fara eitthvað með þeim þó að þau séu auðvitað að hitta og heimsækja fleira fólk en okkur.
Það er heilsuvika í vinnunni og hollt og gott í hádeginu alla þessa viku en það er alltaf góður matur þó ekki sé heilsuvika kannski ekki alltaf eins hollur.
Svo eru fyrirlestrar á hverjum degi Sirrý fyrrverandi sjónvarpskona var með fábæran fyrirlestur á mánudaginn þar sem hún benti á hversu mikilvæg, hreyfing væri hvort sem er ganga, dansa, synda eða annað, segðu það steininum frekar en engum, vera jákvæður og gefa af sér maður fær það til baka í einhverri mynd frekar en að vera neikvæður.
Arnar Hafsteinsson einkaþjálfari var með flottan fyrirlestur í gær og svo missti ég af næringarfræðingi sem var í dag.
Alla daga þessa viku mjög hollur matur og góður það er að vísu alltaf góður matur í vinnunni.
Er að fara að hitta 7 yndislegar konur í hádeginu á laugardaginn sem ég kynntist á námskeiði í oct. 2006 og jafnöldrur mínar úr Borgarnesi jafnvel annað kvöld.
Jæja þið vitið þetta vanalega góða nótt Lína
Bloggar | 12.2.2009 | 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já á laugardagskvöldið fórum við hjónin í afmæli sem var fram á nótt í heimahúsi voða gaman, en í gær sunnudag fórum við Unnur Hrönn í 1.árs afmæli voða notalegt að fara í boð og heimsóknir og sína sig og sjá aðra, hlægja og hafa gaman.
Að öðru leiti svaf maður út , sinnti húsverkum,versluðum, þrifum bíl og þetta venjulega bara.
Alltaf nó að gera hjá okkur í vinnunni og stelpunum í skólanum, dansi og íþróttum.
Og næg dagskrá næstu kvöld og helgar eins og alltaf sem er bara gaman hvort sem er til að spila, spjalla, nærast, dansa og annað.
Skemmtilegur fundur var haldin í vinnunni eftir hádegi hjá mér í dag og gaf okkur starfsfólkinu bjartar vonir og ljúfa drauma framundan sem er gott að heyra nú á tímum og veitingarnar voru nánast bara appelsínugular og ótrúlega mikið til í þeim lit að borða eins og t.d sætar kartöflur, appelsínur,mandarínur (klementínur), melónur, ostur, ananas,gulrætur, kökur með kremi og fleira.
Jæja hætt þessu skýrslupikki og sendi ykkur bara baráttu kærleikskveðjur á krepputímum
Lína
Bloggar | 2.2.2009 | 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já vorum hér með 7 manns aukalega í mat í kvöld og heppnaðist það bara vel, rætt var um pólitík og ýmislegt fleira skemmtilegt, Unnur Hrönn fékk fastar fléttur í hárið sem vinkona okkur hún June setti í hana heldur hárinu frá augunum í nokkra daga.
Fékk glervöruna mína sem ég bjó til í síðustu viku úr brennslu í gær og er bara nokkuð kát með afraksturinn.
Næg verkefni framundan Saumó, partý og afmæli næstu 3 kvöld fyrir utan að vinna fara í litun og plokkun og þetta venjulega.
Ein vinkona mín 42 ára varð amma í gær yndislegt búin að sjá myndir og maður bara verður svo glaður og þakklátur þegar allt gengur vel og öllum heilsast vel.
Svo þarf maður að fara að hunskast í bíó alltaf eitthvað þar sem mann langar að sjá.
Jæja hætt þessu og farin að sofa
Lína
Bloggar | 29.1.2009 | 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar