Færsluflokkur: Bloggar

Matarboðið heppnaðist vel í gær og Valdi fékk verkfæri, veiðidót og fleira í afmælisgjöf

Eftir að hafa vakað til 2 í nótt yfir Ameríkan Idol var ég alveg að geispa golunni í vinnunni um tíma í dag e.h.

Fór nú  fyrir hádegi á dansýningu í skólanum hjá Unni Hrönn tók nokkrar myndir þar sem ég set örugglega undir dætur mínar albúms folderinn.

Fór einnig á fund kl.18 vegna enskusólans sem við mæðgur erum að fara í 22.júní nk í 2 vikur til York á englandi verðum saman á heimilli hjá kennara við skólan sem við verðum í.

Og það skemmtilega við kvöldið í kvöld er að Ísland komst áfram í Evrovisjon gaman gaman á laugardaginn þegar þau mæta á svið númer 11 í röðinni.

Andlaus er ég og uppgefin er því hætt Góða nótt kæru vinir Lína 

 

 

 

 


Valdi kaldi er 47 ára í dag

Já það var svo mikið að gera í labbinu hjá mér í gær fór í hádegisgöngutúrinn, labbaði heim úr vinunni og svo á Helgarfell í gærkvöldi og bloggaði því ekkert.

Annars er ég bara að fara heim að græja matarboð fyrir utan að skutla Unni Hrönn í fimmleika og versla afmælisgjöf úff maðurinn minn á allt þetta er mjög erfitt í ár oftar en ekki hef ég verið með þetta klárt að morgni afmælisdags en ekki núna þar sem að ég hef ekki fundið uppá neimu sniðugu nema kannski skóbustunarvél en hann er alltaf í sandölum Grin .

Farinn InLove

Kveðja Lína 

 


Labbaði heim í dag aftur á morgun og fimmtudag 3 daga í þessari viku YESSSS

Góður vinnudagur og göngutúr heim eftir vinnu svo stóð nú til að labba á Helgarfell en það klikkaði geri það síðar hef að vísu einu sinni áður fyrir nokkrum árum labbað á Helgarfell.

Valdi fór og tæmdi kerruna sem var full að ýmsu úr garðinum (aðalega mosa)og fékk sér til aðstoðar tvær yngri stelpurnar en einnota umbúðir voru teknar með í þessa ferð alltaf gott að ná sér í smá aur (Steina Rún 16.ára) Svo lánuðu við vinnufélaga mínum kerruna en hann sótti hana eftir leik í kvöld (margir fótboltaleikir í gangi þess dagana) já það eru fleiri en við sem þurfa að fara reglulega með garðúrgang og fleira í sorpu.

Góð vinkona kom í heimsókn og ég missti mig aðeins á tuskunni svo í kvöld Valdi á afmæli á miðvikudaginn og eigum við von á systk. hans allavega í mat.

Kveðja Lína

 

 


Svaf út og aðstoðaði við fluttniga í dag

Já dagurinn ekki búin og helling búið að gera.

Svaf fram á hádegi og skrapp í bónus og verslaði fyrir heimilið áður en að ég fór ásamt fleira fólki já fullt af fólki að hjálpa Emmu og Valtý að flytja þvílíkur her og dugnaðarforkar sem mættu til að hjálpa þeim og allt gekk vel og Pabbi Emmu grillaði svo haug af hamborgurum í liðið og ég er komin heim en ætla að fara aftur og leyfa dætrum mínum að koma með og sjá en þær eru sko búnar að vera duglegar í dag Dagbjört Og Unnur Hrönn fóru í sund og svo í Kringluna á meðan Steina Rún tók til , taldi flöskur og fleira hér heima.

Góða vinnuviku kæru vinir og lesarar Lína

 

 


Góðan daginn á laugardegi 17.maí

IMG_4336Túlípanar í garðinum mínum í morgun .

Já byrjaði á því að taka mynd af þeim þegar við fórum út i morgun en við Unnur Hrönn fórum í Salinn þar sem að hún var að syngja á tónleikum kl.10:40 í morgun hennar kór en tónleikarnir voru í allan dag þar sem að kórar skólans eru margir en við fórum bara eftir að hún var búin og við vorum búnar að fá okkur veitingar og hitta skemmtilegt og gott  fólk.

Fórum svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn (2.1/2 tíma)og eina heimsókn áður en að við komum heim og fórum í garðinn að róta í beðum og taka upp illgresi og fleira með aðstoð Dagbjartar Helgu og Steina Rún hljóp yfir með rigsuguna á meðan ekki spennt að vera í gróðrinum vegna ofnæmis.

En nú erum við mæðgur allar saman búnar að næra okkur og rólegt kvöld framundan að ég held.

Valdi í sveitinni að sinna störfum okkar þar og taka á móti gestum.

Nýjar myndir undir dætur mínar

Kveðja Lína

 

 


Já ég veit komin 16 maí og ég hef ekki bloggað í marga daga vegna anna

Halló allir saman.

Já mín er að fara í foreldrarölt í kvöld frá kl.22 til 24 já mjög gott forvarnarstarf sem hefur virkað vel hér í bæ.

Annars var foreldrakvöld í skólanum hjá Unni Hrönn kl.18:30 til 20 í gær þar sem börnin sýndu okkur verkefnið Í sveitinni þar sem okkur var sagt frá nokkrum bæjum ,bóndum, vinnufólki ,börnum baranabörnum og dýrum allir komum með eitthvað á hlaðborð og nutu góðrar stundar með börnum og foreldrum.

Á miðvikudagskvöldið eftir leikfimi var mér boðið ásamt nokkrum öðrum konum í Sjávarréttarsúpu til einnar sem var með okkur á námskeiði einu sinni og við hittumst reglulega hún er komin í nýja flotta íbúð rosalega gaman að sjá.

Á þriðjudagskvöldið fór ég í saumó það er alltaf svo gaman og yndislegt það var auðvita 100% mæting en þetta var bara einn klúburinn af mörgum sem ég er í, sem er komin í frí fram  í sept.

Fyrir utan þetta er ég auðvitað búin að sinna vinnu og heimilli fara til augnlæknis, húðlæknis og fleira labbaði heim í dag úr vinnunni 55 mín bara hressandi stefni að því að labba 3 daga í næstu viku heim.

Góða helgi elskunar búin að setja inn fleiri myndir undir sumarhúsið og dætur mínar

 

 

 


Komin úr bústaðnum

Jæja vinnuvika að hefjast og búið að vera notalegt í sveitinni fyrir utan smá slys en Valdi meiddist illa á hendi og þurfti að klippa af honum giftingarhringinn Blushog það lagaði mikið þar sem að blóð var hætt að renna fram í fingurinn en hringinn er hægt að laga og Valdi jafnar sig við kældum þetta vel og hann tók bólgueiðandi þannig að tölvufingurnir ættu að virka nú sem endranær.

Við hengdum upp þrjú ný falleg ljós  (2 veggljós og 1 ljósakrónu) í bústaðnum með aðstoð Vigga vinar okkar en hann og Magga voru hjá okkur eina nótt, Embla Sól (að verða 7 ára) var hjá okkur 2 nætur en hún kom með okkar að sunnan á laugardag og Pabbi hennar kom í gær og gisti eina nótt í næsta húsi hjá Pabba sínum en þær undu sér vel í sveitinni og Aníta líka sem var með Þóru Sif hjá Svan bróður og fjölskyldu.

Fuglalífið er að hefjast á fullu og bara gaman að sjá fuglana para sig og spóka um tún, móa og flóa.

Stelpurnar stóru stóðu sig með prýði hér heima önnur þurfti að læra en hin að jafna sig eftir óvissuferð,náttfataball og fleira , En þær fóru í mat til föður síns í gærkvöld sem var bara gaman þær færðu unnustu Pabba síns rós í tilefni mæðradagsins og einnig beið mín rós þegar ég kom heim í kvöld.

Jæja nó að gera í vikunni framundan saumó, dúlluhittingur,foreldrakvöld og fleira en ég verð heima um næstu helgi  trúi þið því?

Kveðja Lína

 

 

 

 


Löng helgi farmundan og stutt vinnuvika þar á eftir er þetta ekki dásamlegt líf?

Halló kæru vinir sem kvitta og ekki kvitta.

Hér á bæ er alltaf nó að gera en í gær ætluðum við aldeilis að grilla í góða veðrin Valdi verslaði góðgæti á grillið en viti menn þegar hann fór svo bak við hús og ætlaði að grilla eins og við gerðum í mars sl. (s.s höfðum ekki frillað síðan) þá var búið að stela gaskútnum AngryHow low can you co Wounderingvið urðum orðlaus og elduðum því matinn bara inni í þetta sinn verslum væntanlega annan kút og lás svei mér þá.

En í gær labbaði ég heim úr vinnu í merktu vesti (Actavis) því nú er hjólað í vinnuna og þá telur líka hjá okkur sem löbbum og fengum við svona endurskins vesti og þvílíkt sem fólk horfi á þessa kerlingu  um hábjartan dag í sól og sumarblíðu labbandi í endurskinsvesti. Grin

Annars var Steina Rún að koma úr stórlostlegri óvissuferð sem hún fór í  gær og er á leið á náttfataball rosalega gaman að vera búin í samræmdu prófunum.

Kíkti á skómarkaðinn í Perlunni  í dag og fékk þessa fínu ecco sandala á okkur Unni Hrönn fyrir sumarið.

Embla Sól frænka ætlar að koma með okkur í bústaðinn á morgun það verður ald. gaman hjá henni og Unni Hrönn þeim finnst svo gaman að leika saman 2 ár á milli þeirra.

Þannig að ef þið eruð á ferðinni eða í ferðahug þá er hægt að koma við í kaffi eða mat hjá okkur kæru vinir og vandamenn.

Góða helgi Lína

 

 

 

 

 

 

 

 


Viðtökurnar eru þvílíkar að ég nenni varla að blogga ekkert kvitt hvað er málið???

Héðan er allt gott að frétta.

Labbaði heim úr vinnu í gær eins og alltaf nú orðið á þriðjudögum og fimmtudögum er að hugsa um að bæta jafnvel mánudögum við þar sem að söngskólanum er lokið í bili hjá Unni Hrönn sem var alltaf á mánudögum og ég þurfti að skutla eðlilega barnið er bara 9 ára og Söngskólin í Faxafeni.

Fengum gesti seinni partinn fórum einnig sjálf í hús í gærkvöld.

En í morgun þegar ég ætlaði á bílnum þá var sprungið að framan ný dekk sem sett voru undir á mánudag þannig að ég fékk bara lánaðan bíl hjá dóttur minni og hringdi í Sólningu og þeir græjuðu málið áður en að ég kom heim úr vinnu í dag eðlilega feill hjá þeim.

Skrapp í Ikea í hádeginu í dag alltaf gaman en fer nú frekar sjaldan samt.

 Unnur Hrönn fór í fimmleika búin að missa af 2 eða 3 síðustu tímum vegna utanlandsferðar og fleira þannig að við ætlum sko ekki í bústaðinn fyrr en eftir æfingu hjá henni á laugardag sýning í lok mánaðarins og um að gera að æfa sig sko.

Já saman með mig fór í leikfimi var búin að missa úr 2 tíma erfitt en gaman.

Steina Rún er að klára prófin á morgun fer í óvissuferð í sólahring, svo á náttfataball  aðfaranótt laugardags og stelpuboð á laugardag og Dagbjört Helga klárar prófin á þriðjudag.

Þannig að þær fá vonandi næga vinnu svo til að geta safnað smá sjóð fyrir ferðina okkar til York  á Englandií enskuskólann 22.6 til 6.7.2008

Kveðja Lína

 

 

 

 


Komin heim eftir frábært ferðalag

Já elskurnar fórum milli staða í Svíþjóð þ.e.a.s frá Jóa vini okkar sem við vorum búin að vera hjá í tvær nætur og til Ingibjargar frænku minnar og vinkonu og hennar fjölskyldu þar var mikið fjör og gaman þegar drengirnir vöknuðu eftir bjútí blundinn sinn en áður náðum við að fá þetta yndislega kaffi og með því sem klikkar sko ald. einnig borðuðum við gómsæta kvöldverð hjá þeim í gærkvöld áður en að við brunuðum í gistingu í Köben þar sem við áttum flug heim kl.10:40 í morgun og því betra að vera komin nær.

Unnur var orðin mjög áköf og örugg á fjórhjóli hjá vini okkar Jóa og er að ég held byrjuð að safna fyrir fjórhjóli til að hafa í bústaðnum því þetta var bara gaman.

Heimferðin gekk vel og stóru duglegu stúlkurnar sem eru búnar að hafa Ömmu og Afa hjá sér sl. daga þó ekki þurfi að passa þær þá er gott að fá Ömmu mat, þakklátar og glaðar með það sem þær fengu frá útlöndum því þær eiga jú gjafmilda mömmu.

Já Emma endilega kíktu annað kvöld eða eftri kl.20:30 á miðvikudag.

Set inn einhverjar myndir örugglega flestar af Unn Hrönn undir dætur  ........

 

Kveðja Lína

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband