Færsluflokkur: Bloggar

Stödd á búgarði í SVÍÞJÓÐ

Sælar elskurnar mínar.

Já haldi þið að ég hafi ekki komist í tölvu.

Við erum búin að hafa það yndislegt í þessari ferð öll þrjú farið í Dýragarð ZOO Kaupmannahöfn,Tívolí,búðir,kaffihús,veitingarstaði og fleira gistum hjá yndislegu fólki í Köben en erum nú komin til Svíþjóðar þar sem vinur okkar hann Jói býr og á sunnudaginn förum við til Ingibjargar frænku sem býr einnig í Svíþjóð og komum heim á mánudag.

Í tilefni 10 ára brúðkaupsafmælis í dag 2.maí fékk ég líka þennan yndislega fallega hring.

hætt að sinni kveðja Lína í útlöndum


29.apríl.2008

Já stelpu skotið vann í keilu og fékk líka þessa fínu húfu í verðlaun merkta Keiluhöllinni og Pepsí mikið fjör og mikið gaman, svo sótti ég hana til vinkonu um kl.18 þá höfðu þær á góða 2 klukkutíma saman þessar elskur.

Annars erum við hjónin að fara úr landi á morgun með yngstu dömuna með en stóru verða heima að sinna próflestri og prófum og foreldrar mínir ætla eins og svo oft áður að koma til þeirra það er alltaf ákveðið öryggi þó þær séu stórar og geti bjargað sér.

En við verðum í heimagistingu hjá vinum og vandamönnum bæði í Danmörku og Svíþjóð sem er bara gaman ætlum að heimsækja nokkrar fjölskyldur og skreppa í Tívolí ef það er opið.

Verð að fara að gera eitthvað annað en að hanga í tölvunni hafið það sem best kveðja Lína

 

 

 


Vinna, söngskólinn, leikfimi og fleira.

Takk fyrir kvittið  Auðbjörg búin að setja fleiri myndir úr bústaðnum inn sem ég tók í fyrra af öðrum stöðum í bústaðnum.

Síðasti tími Unnar Hrannar í söngskólanum í dag fram á haust allavega fengum DVD upptökuna og CD upptöku sem var gerð í dag alveg ferlega flott hjá henni ef væri barna Idol á Íslandi mundi hún örugglega taka þátt.

Svo var auðvitað farið í leikfimi og það var fjölbreytt og skemmtilegt eins og venjulega.

Vinnan gekk sinn vanagang svo er vinna ferð með Unni Hrönn til læknis og fleira á morgun en það er voða spenna hjá henni fyrir morgundeginum þar sem að 3 og 4 bekkur sem eru í Dægró (vistun eftir skóla) eru að fara í keilu, og svo fer hún að hitta vinkonu í 2 tíma eftir það brjálað prógramm áður en að hún fer með foreldrum sínum á miðvikudaginn eldsnemma til Köben.

Jæja kveð að sinni kæru vinir Lína

 

 

 


Já kæru vinir sumarið er komið í Kópavogi

Já við fórum í bústaðinn sl. fimmtudag og ég er ekki að grínast það var heimmikið búið að gerast varðandi gróðurinn hér fyrir sunnan þegar við komum til baka væntanlega rigningunni að þakka á sumardaginn fyrsta.

Viggi vinur okkar kom á föstudeginum og var á fullu að hjálpa til við að búa til bílastæðið fyrir utan bústaðinn okkar það þurfti að grafa , sækja efni, sand , möl og steina nutum við líka góðrar aðstoðar pabba og Svans bróður.

En nú fer ferðum okkar í bústaðinn að fjölga á þessum árstíma og ef ykkur langar að kíkja er bara um að gera að hringja og athuga með okkur en ég get strax sagt að við verðum ekki þar um næstu helgi, en 10,11 og 12 maí pottþétt löng helgi.

En ég stakk af á laugardagsmorgun og hitti góðar konur sem ég var einu sinni með á Sjálfstyrkingarnámskeiði saman og höldum líka svona vel hópinn og áttum yndislegan laugardag saman.

En í dag var ég á fullu að færa til sófa og skápa til að geta þrifið vel á bak við og undir og breyti jú líka aðeins húsgagnaskipan í bústaðnum okkar sem heitir Skemann.

Stóru stelpurnar voru voða duglegar heima að læra og læra prófin framundan svo var Dagbjört einnig að vinna á morgnana frá 6 til hádegis bara duglegar en núna eru þær báðar komnar í frí fram yfir próf.

En eigið góað vinnuviku elskunar bara 2 daga í vinnu hjá mér

Kveðja Lína

 

 

 

 

 

 


Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Já sæl elskurnar mínar.

Síðasti vetrardagur liðin og komið sumar já og ég ekki farin í háttinn var nefnilega að koma úr saumó já er í mörgum hópum sem heita  saumó allavega þrír fyrir utan jafnöldrur úr Borgarnesi, dúllurnar sem kynntust á námskeiði fyrir rúmu ári síðan og fleira.

En annars gekk allt vel í dag og mín bara í góðum gír, ferlega gaman í leikfimi , geggjaður fylltur Kalkún í matinn í vinnunni og súkkulaðikaka á eftir.

Viggi vinur okkar kom líka aðeins í heimsókn hann er að spá í að kíkja á okkur í bústaðinn þar sem unnusta hans er erlendis með sinni vinnu en Stelpurnar stóru ætla að vera heima að læra fyrir próf svo samviskusamar og duglegar.

jæja hæt að sinni njótið komandi sumars kveðja Lína


Frábær ganga heim í dag þetta batnar bara

En það er ekki nó með að það sé stutt vinnuvika hjá mér núna þá verð ég bara að vinna 2 daga í næstu viku því ég er að fara til Köben 30.apríl til 5.maí en skrepp að vísu til Svíþjóðar í sömu ferð 2 nætur þetta verður bara gaman með Unni Hrönn og Valda að heimsækja vini og ættingja.

30.maí til 2.júni fer ég til Gildford og London með Valda, Bjössa og Guðrúnu.

S.S þrjár utanlandsferðir hjá mér á næstunni sú lengsta og síðasta 22.júní til 6.júlí  í Enskuskóla með Dagbjörtu og Steinu Rún til York á Englandi, en tvær stuttar áður s.s.

Núna eru Valdi og Unnur Hrönn á fullu útí garði að mosatæta og taka til og ég að sinna húsverkum innand. sé hvort ég fer út á eftir.

Kveðja Lína flökkukind

 

 

 


Já koma svo fleiri kvitta

Góðan dag kæru vinir og lesarar.

Allt gott að frétta stefni á göngu heim á eftir  ásamt annarri sem hefur oft labbað þessa leið og veit að ég held um fleiri stíga en ég sem tekur ca 55 mín labbaði líka í hádeginu svo hressandi.

Svo stefnum við á að taka til í garðinum og mostæta þar sem að við þurfum að skila mosatætaranum á morgun gott að nota hann áður, svo er ég alltaf á leiðinni að taka mynd af Prevíunni minni sem ég/við erum búin að eiga í rúm 5 ár og reyna að selja hana og fá sætan pæjubíl handa mér þar sem að við erum með annan bíl stóran þurfum ekki tvo stóra þó ég tími varla selja þennan dásamlega gull bíl minn sem hefur reynst okkur svo vel já ásett verð 1500,000 kr. ekin 131 þúsund mjög góður fjölskykdubíll 7 manna.

Sko Auðbjörg flott hjá þér oh hvað þú átt eftir að hafa það gott í löngu sumarfríi ég gæti sko alveg hugsað mér að eiga 10 til 12 vikna sumarfrí á launum í staðin fyrir 5 til 6.

Kveðja Lína

 


Frábærir tónleikar í dag hjá Unni Hrönn í söngskólanum

Já Unnur Hrönn er búin að vera í söngskóla Maríu Bjarkar eftir áramót og það voru tónleikar í dag rosalega flott og gaman þar söng Unnur Hrönn Bíddu Pabbi og Betri tíð alveg æði, stóð sig eins og hetja.

Svo sótti ég linsurnar í dag spurning hvort maður fari að setja á sig sólgleraugun og pæjist með linsur.

En á föstudaginn ætla ég að vera í fríi þannig að það eru bara tveir dagar eftir af vinnuvikunni minni, Starfsdagur í skólanum hjá Unni Hrönn og bara gott að geta verið með henni.

Stefnan er tekin á bústaðinn á fimmtudag oh það verður notalegt og afslappað þó að ég þurfi að bregða mér af bæ á laugardagsmorgun og fram eftir degi þar sem að ég var búin að lofa mér annarstaðar, já maður þarf að rækta vini og ættingja víða og sumu er maður búin að lofa með löngum fyrirvara já kannski ekkert skrýtið þegar ég á í hlut.

En Inga Margrét  mín takk fyrir kvittið og síðast það var dásamlegt að hitta ykkur á laugardagskvöldið og sunnudagsmorgun fyrir norðan.

Það er ekkert mál að kvitta elskurnar þó að maður þurfi svo að opna einn tölvupóst á eftir svo þetta komist til skila.

Kveðja Lína

 

 

 


Ekkert smá flott veður á Akureyri í gær og dag

IMG_4162Já kæru vinir alveg frábær ferð til Akureyrar í gær á kaffihús, veitingarstaðinn Strikið og að sjá Fló á Skinni þvílík skemmtun og frábær ferð í alla staði.

Gistum á Gistiheimilli í Hafnarstræti mjög gott, spókuðum okkur um bæinn í gær og í morgun og allt gekk eins og í sögu.

En heima núna að undirbúa mig fyrir stutta vinnuviku.

Kveðja Lína

 


Föstudagspistill og smá yfirlit um helgina

Jæja helgin hafin og Lína fína heima hjá sér ó já en förum norður á morgun hjónin tökum Mömmu og Pabba með frá Borgarnesi og hittum svo vinafólk okkar fyrir norðan.

Dagbjört Helga verður laugardag og sunnudag að vinna en Steina Rún að læra fyrir sæmræmduprófin eins og hún hefur verið að gera undanfarið en það styttist og styttist í prófin og henni finnst dásamleg að vera heima í friði að læra, en Unnur Hrönn litla ætlar á Selfoss til frændsystkina sinna.

En sem betur fer er sýningin ekki fyrr en 22:30 annað kvöld þannig að það er ekkert stress að koma sér norður, en í kvöld erum við heima í rólegheitum og ætlum að horfa á Bandið hans Bubba og svo eigum við von á gestum og það er alltaf gaman.

 Góða helgi öll sömul Kveðja Lína

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband