Færsluflokkur: Bloggar
Já vorum komnar á Skagann kl. 15 í dag til Langömmu Boggu (stóru stelpnanna) og þvílíka vinkona okkar allra sem varð 88 ára í dag margt var um manninn og kom fólkið hennar með blóm, brauð, kökur , osta og fleira og bara gaman saman.
Dagbjört ók báðar leiðir á Prevíunni minni og gekk bara vel.
Vorum komnar heim um kl.18 og Valdi hafði hvílt sig töluvert en tímamismunurinn er alltaf nokkra daga að segja til sín þegar maður fer til Ameríku.
Elduðum góðan mat og erum bara í rólegheitum heima.
Kveðja Lína sem reynir að rækta allt og alla
Bloggar | 5.4.2008 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástin getur alltaf komið þér á óvart.
Hún er það afl sem er sterkara en allt annað í lífinu.
Ástin er kjarni lífsins og allt henni viðkomandi.
Leifðu þér að auðsýna hana.
Kveðja Lína á leið á Akranes eftir hádegi í dag í heimsókn með dætur sínar til Ömmu Boggu 88 ára í dag og hrikalega hress og skemmtileg.
Bloggar | 5.4.2008 | 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já ekki með ljótuna að þessu sinni búin að fara í Klössun á Elítu Dalvegi og fá lit í rót og klippingu allt önnu kona sko.
Kom einnig við í Umboði Tryggingarstofnunar vegna endurgreiðslu tannlæknakoðnaðar og hlustaði á Unni Hrönn í útvarpinu rúmlega 14 á Rás 1 syngja með kórnum sínum.
Þegar ég var komin heim seinni partinn staldraði ég aðeins við og Steina Rún fór að passa hjá einni samstarfskonu minni kl.18 og átti von á að fá að borða þar (eða var búin að fá tilkinningu þess efnis) þannig að ég bauð Dagbjörtu og Unni Hrönn á Pizza Hut Smáralind átti tilboðsmiða frá Einkaklúbbnum og ákvað að nota hann bara gaman.
Í kvöld kom í heimsókn til mín yndisleg vinkona mín til 20 ára og núverandi samstarfskona og gaf Unni Hrönn nokkrar flíkur af sínum dætrum bara flottar tvennar gallabuxur og 2 peysur gjörsamlega óslitið og fínt.
En ég held að ég fari að koma mér í háttinn þar sem að Valdi kemur heim um kl.8 trúi ég þar sem hann lendir um kl.6:20 í nótt í Keflavík.
Kveðja Lína kvöldkerling
Bloggar | 5.4.2008 | 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló, halló.
Fyrir utan það að vinna í dag fór ég að láta laga gleraugun mín aðeins og prufaði linsur en ég hef s.s ald. verið með linsur áður en oft langað svona til að geta verið með flott sólgleraugu pantaði mér nokkur pör af daglinsum en guð minn góður að setja þær í og taka þær úr það er kannski ekki alveg fyrir brussu eins og mig kemur í ljós. Svo náði ég að taka nokkrar myndir af Steinu Rún með hraði áður en hún fór á Árshátíðina í skólanum alveg svakalega fín en það versta var að hún var búin að kaupa sér voða fína bandaskó fyrir einhverjum vikum síðan og ekkert búin að gera nema að máta þá í búðinni og hér heima við kjólinn þá datt bara pinninn úr sem maður stingur í bandið þegar maður festir þá á sig og hún varð að nota nælu á annan skóinn þar sem þetta gerðist 10 mín fyrir árshátíðarkvöldverðinn sem varð að mæta stundvíslega í.
En við hinar borðuðum bara góðan mat hér heima sinntum heimanámi og öðrum verkum nú er elsta og yngsta sofnaðar og Steina Rún kemur um kl. eitt Valdi fer á stað heim frá Nasville á morgun en kemur heim á laugardagsmorgun.
Kveðja Lína
P.S Sigga Mæja kvittaðu
Bloggar | 3.4.2008 | 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló allir saman.
Héðan er allt gott að frétta lendi næstum í stoppi í morgun á leið í vinnu en sá við þeim og fór aðra leið hehhehe þó ég styðji jú þessi mótmæli en vil ekki lenda persónulega sjálf í töfum vegna þeirra.
Fór á bensínstöð N1 í dag sem bauð ódýrara í dag fyllt tankinn í hádeginu.
Unnur Hrönn fór í fimmleika en ég í búð að versla hollt og gott fyrir heimilið skutlaði því heim græjaði mig í gallann náði í Unni Hrönn og fór í skemmtilegan leikfimistíma og eldaði svo góðan mat þegar ég kom heim kl.20:30 já seint með kvöldmatinn.
Steina Rún var að koma úr opnu húsi í MH en hún stefnir á þann skóla í haust rosalega gaman fannst henni svo er árshátíð í skólanum hjá henni á morgun og þar sýnir hún á tískusýningu og var að velja föt fyrir það í dag.
Dagbjört fór út að hitta stráka aha.
Og Unnur er farin að sofa og allt í góðum gír.
Kveðja Lína
Bloggar | 2.4.2008 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já allt gekk vel í dag.
Fór í smá göngu í hádeginu í dag, borðaði hollt, hitti í augnablik tvær á kaffihúsi eftir vinnu fór heim fékk tvær í heimsókn en ekki á sama tíma og hitti enn aðrar tvær á kaffihúsi kl.22 til 23 já en var bara stapíl borðaði ekki óhollt né drakk en s.s brjálað að gera í hittingum gott fyrir mína sál og annarra því stundum er maður góður sáli fyrir aðra þó maður sé það ekki alltaf fyrir sig sjálfan.
Dætur mínar prúðu allar farnar að sofa fyrir löngu og ég er að fara að sofa sko.
Góða nótt og eigið góða vinnuvikurest Lína
Bloggar | 1.4.2008 | 23:35 (breytt kl. 23:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagskvöld og Lína búin að labba frá Hafnafirði. og í Kópavog á 80 mín.
Já þetta gat ég málið er að ég var sú eina sem mæti í leikfimi í kvöld og var mæld og viktuð og var ekki ánægð með niðurstöðurnar og ég þurfti að koma bíl í Hafnafjörð (fyrir morgundaginn)vegna smá viðgerðar og ákvað því að labba til baka eftir að hafa skilið hann eftir í kvöld og láta engan sækja mig og ég auðvitað talaði við sjálfan mig alla leiðnina um að borða meira hollt og minna sæt og gott fyrir utan að fara oftar út að labba milli þess sem ég fer í leikfimi og sund en málið er mataræðið, held að ég verði að hætta í öllum saumaklúbbum og boðum ég er alltaf einhverstaðar að borða eitthvað gumelaði gott og er held ég orðin sykurfíkill eins og aðrir verða háðir sígarettum, víni, spilakössum og öðru.
Þannig að setjið nú hvetjandi orð á síðuna mína og bjóði mér bara vatn, ávexti og grænmeti þegar ég kem í heimsókn.
Kveðja Lína agalausa sykurkerling
Bloggar | 31.3.2008 | 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já þetta var bara gaman Emma vinkona mín og Valtýr voru að láta skíra son sinn og ég aðstoðaði s.s var í eldhúsinu en slapp aðeins fram með myndavélina rétt á meðan á athöfninni stóð set inn allavega eina mynd í ( folderinn) börn vinafólks.
Og auðvitað var nó af öllu þannig að ég kom með brauð, ostasalat, skírnartertubút, súkkulaðikökubút, rabbabarapæ og fleira afganga heim sem gladdi dætur mínar mjög allt heimabakað af móðurinni og ömmum tveim bara flott og huggulegt í alla staði.
Svo er maður bara heima í rólegheitum og dæturnar allar ungar sem aldnar farnar að sofa eftir skemmtilegan dag.
Kveðja Lína
Bloggar | 30.3.2008 | 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já fór á fætur fyrir 10 og skutlaði Steina Rún í vinnu uppá höfða og svo komum við Unnur Hrönn við í blómabúðinni 18 Rauðar Rósir sem er geggjuð blómabúð í Hamraborg Kópavogi mæli með henni.
Erum svo rétt ófarnar að heiman aftur eftir smá tiltekt hér heima ætlum í smá heimsókn og í Dalsgarð í Mosfellsdal en svo fer ég að aðstoða í skírnarveislu kl.15 í dag það verður örugglega bara gaman og Unnur Hrönn fer í afmæli hjá bekkjarbróður og verður svo með Dagbjört Helgu systur sinni ef á þarf að halda.
Verð að fara en Sigga Mæja til hamingju með fermingu drengsins í dag 30.mars.2008
Kveðja Lína
Bloggar | 30.3.2008 | 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já í dag gat ég sofið til kl.10 en þá var farið á fætur og nært sig aðeins og Unnur Hrönn keyrð í fimmleika og ég í sund á meðan 2 stiga hiti og fullt af fólki í sundi, já svo var að koma við í nammilandi á laugardegi og svo fórum við heim og um kl 14 fór ég með Valda og tvo aðra til Keflavíkur í flug keyrði smá rúnt í gegn um Keflavík og Njarðvík í bakaleiðinni og svo hef ég nú bara verið heima við eldaði gómsætan kjúklingarétt fyrir okkur stelpurnar fjórar á bænum sem heitir Kjúklinga æði mjög góður hafði s.s ekki eldað hann áður uppskrift sem Steina Rún fann á netinu.
En elsku Anna mín Ó til hamingju með afmælið þitt sem er í dag.
Kveðja til ykkar hinna einng Lína
Bloggar | 29.3.2008 | 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 29313
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar