Færsluflokkur: Bloggar

Seint á föstudagskvöldi.

Sælar elskunar mínar.

Fyrir utan það að vera í vinnu og láta þrífa gull bílinn að utan sem inna á meðan fór ég einnig í göngutúr í hádeginu og aðeins heim eftir vinnu og svo upp í Gerplu þar sem að Unnur Hrönn var að keppa í fimmleikum og fékk gullverðlaun í stökki rosalega dugleg og fín,pabbi hennar var búin að koma henni þangað og kaupa handa henni Gerplu galla sem hún er frekar ánægð með.

Svo komum við aðeins heim en Steina Rún var með 4 vinkonur í mat frá kl.20 og hún var þvílíkt búin að taka til og skreyta og gera fínt hér , eldaði góðan mat og svo framvegis.

Við Unnur Hrönn fórum bara út í rúma 2 tíma í heimsókn til frænku okkar ásamt Mömmu svona aðeins til að leyfa þeim að vera í næði skvísunum, erum komnar heim og stelpurnar allar í góðum gír hér.

Annars var dagurinn í gær líkur öðrum vinna, vera heima og eitthvað.

Góða helgi Lína

p.s Anna Ó til hamingju með afmælið 29.mars sem er á mogun

 

 

 


Labbitúr og leikfimi í dag

Góður dagur hjá Línu lödu nei það var í síðustu viku nú labbaði mín í 45 mín í hádeginu og fór í leikfimina í kvöld kl.19 til 19:50 oh hvað manni líður alltaf vel þegar maður er búin að hreifa sig og koma sér út eins og í hádeginu í dag yndislegt.

Annars er bara allt gott að frétta héðan af okkur öllum, lestrarsprettur hjá Unni Hrönn í skólanum þessa viku já það þíðir lesa mikið.

Steina Rún er að byrja að læra á bíl í næstu viku og Dagabjört sinnir sínu eins og við hin.

Bless að sinni kæru vinir og lesarar (en kvittletingjar) Lína


mánudagur á þriðjudegi

Já svona líður manni þegar maður fær langa páskahelgi og vinnuvika hefst á þriðjudegi en manni finnst vera mánudagur.

Allt gekk vel í dag nema að koma sér á lappir en viti menn Lína fór beint heim eftir vinnu og er þar ótrúlegt en satt já mér finnst líka gott að vera heima þó ég vilji rækta vini og ættingja einnig með heimsóknum og samverustundum.

En nó er framundan eins og alltaf Steina Rún ætlar að elda handa fjórum vinkonum næsta föstudag og getur bara vel verið að ég leyfi henni að vera ein með þeim ca 2 tíma nei, nei það kallast ekki foreldralaust partý bara matarboð með stilltum og sætum stúlkum, Valdi fer erlendis á laugadaginn nk.  í viku og ég er að fara að aðstoða í skírnarveislu á sunnudeginum hjá vinkonu minni og hefði getað aðstoðað í fermingarveislu líka þann sama dag á sama tíma en svona er þetta ekki hægt að vera allstaðar þó ég glöð vildi eins og þið vitið sem þekkið mig.

Jæja hætt að sinni kveðja Lína

 

 


Pákarnir, Logi frændi 30 ára og Steina Rún mín 16 ára í dag

Sælar elskurnar mínar.

Jæja þá erum við komin heim eftir að hafa farið í Straumfjörð sl. fimmtudag við Dagbjört Helga fórum á fína polónum hennar í Borgarnes hún þurfti að æfa sig þó með prófið sé komin skildum hann svo eftir í Borgarnesi hjá Mömmu og Pabba héldum svo áfram í sveitina með restinni af fjölskyldunni og Siggi og Dóra fildu fast á undan okkur og drukku með okkur kaffi í bústaðnum og stoppuðu fram á kvöld voða notalegt.

Jónsi og Auður  kíktu svo á okkur í kaffi á föstudeginum með matinn okkar sem við höfðum gleymt (hluta af honum)fyrir sunnan og komin var með öðrum leiðum í Borgarnes þar sem þau gátu tekið hann en þau voru í Munaðarnesi í bústað, í kvöldmat kl.18 komu svo Óli og Maggý ásamt vinkonu sinni og borðuðu með okkur Kjúkling og meðlæti og jú auðvita desert á eftir.

Og þegar þau voru farin brunuðum við Valdi á Skagaströnd til vinafólks  (sem við gistum einnig hjá )áður en að við fórum á ball í Kántrýbæ þar sem að hljómsveitin Janus lék fyrir dansi e.m en Gummi Jóns gítarleikari sálarinnar er í þeirri sveit og komum við svo seinnipart laugardags til baka í sveitina en dæturnar höfðu bjargað sér vel í sveitinni en þar voru líka bræður mínir í næstu húsum og fjölskyldur.

Logi 30 ára bauð til veislu kl.20 á laugardagskvöld í húsi föður síns í sveitinni og nutum við góðra veitinga þar svo var sofið út og slappað af í bústaðnum í gær páskadag en foreldrar mínir komu í mat í gærkvöld en þau höfðu verið veik og listarlaus dagana á undan.

Gengum svo frá og drifum okkur í Borgarnes um hádegi í dag þar sem að Steina Rún afmælisbarn (16.ára) vildi ekki koma seint heim við Dagbjört Helga fórum aftur Hvalfjörðinn og gekk vel á hennar líka fína Polo.

Um kl.17 sótti ég Emmu og prinsinn hennar þar sem þau vildu koma í heimsókn en voru bíllaus en voru svo sótt um kl.20 í kvöld og við bara hér heima í rólegheitum að glápa á sjónvarpið og þvo þvottinn og Steina Rún að svara í síman og svara sms frá vinkonum.

Góða vinnuviku kveðja Lína

 

P.S set kannski inn myndir á eftir

 


Ýmislegt framundan

GrinJá þá er maður heima hjá sér búin að fara í búðina í dag, ná í Unni Hrönn til vinkonu skutla henni í afmæli,  henda mér í sófann smá stund Þarf að fara að huga að því að pakka því sem þarf með í bústaðinn á morgun svo væri nú allt i lagi að hlaupa aðeins yfir gólfin með rígsugunni og svona annars ætlaði ég jafnvel í bíó seint í kvöld en þá er myndin sem við ætluðum á ekki sýnd seint þannig að það er spurning að fara á aðra mynd kl.10:30 eða 10:40 en það var hugsunin að ná að klára húsverkin og svona.Kissing

En við ætlum s.s í Straumfjörð á morgun og vera eitthvað endilega bjallið í okkur ef þið viljið kíkja í heimsókn þangað svo þið séuð nú ekki að koma fílumferð ef við skildum fara fyrr heim eða heimsókn í aðra bústaði um páskana.Wink

Hafið það sem allra best kveðja Lína

 

 


Hvernig er hægt að vera svona þreyttur dag eftir dag

Já halló Hafnafjörður ég meina bara þið öll.

Dagbjört mín elskulega elsta sá um Unni Hrönn í dag fór með hana og eina til í bíó í dag vesluðu afmælisgjöf fyrir afmælið sem Unnur Hrönn fer í á morgun og svo framvegis eins gott að Lína lada þurfti ekki að gera það.

Annars þarf maður að fara að ákveða hvað verður í matinn um pákanna kíkja í frystinn athuga hvað er þar og reyna að nota það sem maður á ekki er gefins að vera til omg allt að hækka og hækka já reynum að henda ekki mat nýta hlutina betur og hætta þessu bruðli ef maður spáir í það erum við flest ekki öll búin að hafa það allt of gott ef maður hugsar aftur í tíman t.d þegar maður var að alast upp þá var fólk jú að byggja, kaupa íbúðir og hús en bjó í því hálfkláruðu eða með bráðabyggða þetta og bráðabyggða hitt en nú undanfarin misseri hefur fólk verið að kaupa, og byggja og helst ekki flutt inn nema að allt sér klárt já eða öllu hent út sem er innan við 10 ára og endurnýjað en nú er ég hrædd um að fólk þurfi að sætta sig við þetta eins og það var árunum sem ég man eftir 1975 ca til 1990 sætta sig við það sem er heilt og hafa tjöld fyrir til bráðabyggða í nýjum húsum og íbúðum.

Kveðja Lína litla eyðslukló en samt með eldhúsinnréttingu síðan 1972

 

 


Lína lada í dag

Já segi það satt bara alveg búin á því núna finnst ykkur komin tími til nei er það?

Vann mína vinnu ekkert svo mikið að gera sótti Unni  Hrönn í hádeginu og hún fékk að vera með mér í vinnu til að verða 15 en þá fórum við til húðlæknisins og það gekk mjög vel en barnalæknir þarf að skoða hana til öryggis.

Ætti að vera að fara í leikfimi núna en verð bara að stoppa við heima hjá mér langar meira út að labba á eftir í þessu líka góða veðri.

Farin að elda kveðja Lína

 


Fór að sofa á skikkanlegum tíma í gærkvöldi að mínu mati

Ó já búin að aðstoða í yndislegri fermingarveislu í dag þar sem boðið var uppá sjávarréttarsúpu, brauð og pestó, litlar pizzur, ávexti og súkkulaði gosbrunnur og svo ég tali nú ekki um tvær tegundir af kransaköku kaffi og gos einfalt og flott. Valdi og Unnur Hrönn fóru í heimsóknir þrifu einn bílinn, vesluðu sængurgjöf og sóttu mig svo seinni partinn.

Steina Rún fór að vinna í morgun kl.11 og verður til kl.18 Dagbjört var hér fram eftir degi að taka til og þvo þvott og sótti fyrir mig páskaskrautið í geymsluna þannig að maður getur farið að taka upp gula þemað.

Læt þetta duga að sinni Lína

 


Ég á ekki til orð yfir fjörið á okkur vinkononum í gær

IMG_4055Byrjuðum á því að fara á Carúsó að borða og drekka, mættum svo frekan mjúkar að utan sem innan í Laugardalshöllina hittum fullt af skemmtilegu fólki sem við þekkjum þó ekki alla sem við vissum af þarna og áður en að við vissum af voru tónleikarnir byrjaðir og eins gott að við fórum á snyrtinguna áður því maður tímdi sko ekki að fara þennan 2.1/2 tíma sem þeir spiluðu og sungu stanslaust þessar elskur og stemningin maður minn svo eftir tónleika hittum við aftur meira fólk sem við þekkjum og suma aftur og skelltum okkur nokkur á Nasa og dönsuðum við sálarlög langt fram á nótt, Takk fyrir elsku Inga Margrét vinkona mín fyrir frábært kvöld.

Svo var dagurinn í dag stífur, Tónleikar í söngskólanum hjá Unni með Páli Óskari græja afmælis og skírnargjöf, koma við á fundi í Hveragerði mæta í skírn og fertugsafmæli á Selfossi og loks komin heim í afslöppun.

Annars kom Valdi erlendis frá sl. nótt og færði hann okkur öllum skvísunum á bænum fallegar gjafir eins og honum einum er lagið.

Takk fyrir kvittið elskunar mínar sem eru svo kurteis að kvitta. Lína


Halló það á að kvitta fyrir komu sinni

Það er nú á mörkunum að ég nenni þessu allt of fáir sem kvitta í gestabók eða annað.

En dagurinn í dag gekk vel þrátt fyrir annir náði samt að henda mér í sófann aðeins seinnipartinn í dag áður en að ég hélt áfram að þvælast því ég var búin að lofa mér í hús kl.20 í kvöld og er komin þaðan bara gaman, var að hitta yndislegar konur sem ég kynntist fyrir rúmu ári síðan (oct 2006) á Sjálfstyrkingarnámskeiði  austur í sveit sem var yfir heila helgi og við erum svo duglegar að halda hópinn enda er ég hópstjórinn (kemur örugglega öllum á óvart) en það var þó liðið allavega 4 mánuðir síðan við hittumst síðast en við höfðum hist þétt og vel í haust og svo höfðum við ekki haft tíma fyrr en nú og við erum á öllum aldri en allar ungar í anda og skemmtilegar.

Svo er bara stóri geggjaði tónleika dagurinn á morgun og ég búin að klippa myndir af gömlum sálarbol sem eru komnar á annan nýrri og skarta ég honum örugglega annað kvöld þó sé verið að útbúa annan.

Sigga Mæja flíkin er komin.

Kveðja og góða nótt Lína

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband