Færsluflokkur: Bloggar
Sælar elskunnar.
Unnur Hrönn fór í fimmleika og ég þurfti að fara í búð og hús á meðan og spara mig fyrir píptestið sem var í leikfiminni í kvöld.
En nú á ég von á nokkrum konum í skyrköku og fleira já náði að grauta einhverju saman milli verka í gærkvöldi og nú eru kertaljós hér um allt og bara notó.
Jább kláraði s.s ekki bloggið fyrr í kvöld veislan búin og konurnar vinkonur mínar úr gamla, gamla saumaklúbbnum farnar heim til sýn.
Og ég farin að taka til eftir okkur fyrir stefnin. Kveðja Lína
Bloggar | 13.3.2008 | 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló allir saman og þið líka sem kíkið en ekki kvittið, hvaða feimni er þetta???
Ein góð vinkona mín kvartaði yfir bloggleysi en málið er að ég pikkaði helling í gær sem vildi ekki inn tölvan bara fraus og ég nennti ekki meir það er ekki algengt í mínum orðaforða að nenna ekki en svona var nú það.
Ætlaði bara að vera heima eftir vinnu í dag en tókst ekki hér var mætt yndisleg stúlka að klippa tvær yngri dætur mínar milli 16 og 17 í dag og önnur (Unnur Hrönn) vildi ólm komast í klúbb 8 og 9 kl.17 upp í safnaðarheimilli þar sem að það var páskaeggja leit þannig að um leið og var búið að klippa hana þurfti ég að skutla henni, koma heim, skreppa aftur skutla Steinu Rún af fundi í Bakaríinu á æfingu því þetta var allt um það bil á saman tíma og dugði ekki strætó til að ná milli staða í þetta sinn annars eru þær eldri mjög duglegar að taka strætó svo kom ég við hjá dásamlegu Siggu Mæju að sækja harðfisk fyrst að hann var komin suður.
En í gær var stíft plan líka en þá var söngskóli hjá Unni Hrönn eins og aðra mánudaga en venjulega er hún kl.17 en það var leiklist í gær og átti hún að mæta kl.16 og við vorum búnar að gleyma því og hún náði bara síðasta korterinu af þeim tíma og ég var svo miður mín en hún bara mamma þetta er allt í lagi miklu rólegri yfir þessu en ég en á laugardaginn verða þau með Páli Óskari frá kl.12 til 13 og við ætlum sko ekki að gleyma því það má koma með myndavél og ég ætla sko að munda mína vél það er á hreinu svo förum við einnig í skírn og fleira fyrir austan fjall á laugardaginn s.s brjálað að gera eins og alltaf en bara gaman.
Jæja farin í húsverkin Bestu kveðjur Lína
Bloggar | 11.3.2008 | 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já maður er búin að ýmsu og dagurinn ekki búin ennþá.
Erum bara á leið á rúntinn ég, Dagbjört Helga og Unnur Hrönn kannski við kíkjum í Kolaportið eða eitthvað. Svo verðum við auðvitað bara heima hjá okkur skvísurnar í rólegheitum í kvöld, Dagbjört Helga er búin að vera svo dugleg í húsverkonum í dag.
Kveðja Lína
Bloggar | 9.3.2008 | 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott kvöld.
Hér var óvænt matarboð kl.20 sem var ákveðið s.s kl.18 og tókst líka svona ljómandi vel fengum 5 manna fjölskyldu af Selfossi og 4 vini okkar á öllum aldri einnig grilluðum úti nautasteik og í ofni kjúkling græjuðum salat og annað meðlæti og skemmtum okkur öll konunglega set jafnvel inn myndir.
Eftir sund og fimmleika í morgun fórum við Unnur Hrönn í Smáralindina og fengum okkur að borða á Energí bar , versluðum afmælisgjöf og fleira í Hagkaup og spókuðum okkur smá , drifum okkur heim að eins áður en að hún fór í afmælið og á meðan hún var í afmæli fór ég til Emmu vinkonu við fórum smá rúnt vinkonurnar og kíktum í Blómaval svo þurfti hún að sækja bíl foreldra sinna sem fóru erlendis í nótt og ég var komin heim rétt áður en að Unnur Hrönn kom úr afmæli ótrúlegt hvað maður nær að afreka á einum degi.
Kveð að sinni húsverkin bíða Lína
Bloggar | 8.3.2008 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló á föstudegi.
Já það var þétt setinn dagurinn í gær vinna, kveðjuhóf, heim borða og hjálpa til við lærdóm koma skikk á heimilið og svo fór ég í saumó bara seint eða 22 til 24 mæting venjulega kl.21 en svona er að vera bíssí og vilja sinna öllu sínu og sínum.
Svo var það bara vinnan og Fjarðarkaup í dag og mín bara heima oh hvað ég hlakka til að geta sofið til 10 í fyrramálið áður en að ég fer í sund og Unnur Hrönn í fimmleika kl.11 en svo ætlum við að fara að kaupa afmælisgjöf því Unnur fer í afmæli kl.15 á morgun hjá bekkjarsystur sinni.
Já svo er það dósasöfnun með 10 bekk á sunnudag aha við foreldrarnir verðum að ferja það sem þau safna upp í skóla og telja með þeim svo verður þetta eða ágóðinn (peningurinn) notaður í útskriftarferð 10 bekkjar í vor.
Já og Valdi er að fara erlendis sunnudag fram á föstudag ó guð og tónleikarinir (Sálinn hans jóns míns nema hvað)sem ég er búin að vera bíða eftir og löngu búin að kaupa miða á eru þann föstudag 14.mars hugsa sér allt að gerast.
Kveðja Lína
Bloggar | 7.3.2008 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já þessar elskur eru að koma frá Canarý eftir 3 vikna dvöl s.s foreldrar mínir verða hér allavega í nótt þ.e.a.s niðri í svítunni sinni.
Annars er bara allt gott að frétta er að fara að kveðja fyrrverandi vinnufélaga eftir vinnu á morgun en hún hætti í framhaldi af veikindum og er henni haldin smá veisla eftir vinnu á morgun og svo er líka boð í saumó annað kvöld fer auðvitað í hann ef ekkert klikkar sem það gerir nú sjaldnast nema að kveðjuhófið verði svo skemmtilegt að það verði fram eftir öllu kvöldi og maður tími ekki að fara.
Annars er Valdi að fara til Víkur í Mýrdal á morgun og fram á föstudag svo fer hann erlendis á sunnudag til föstudags en einmitt þetta föstudagskvöld sem hann kemur heim er ég sko að fara á tónleika í Laugardalshöllinni með Sálinni hans jóns míns OMG hvað verður gaman.
Svo eru bara alveg að koma páskar og spurningin er hvort maður fari ekki bara í bústaðinn eitthvað þá, annars á Steina Rún afmæli á annan í páskum og vill helst vera heima.
Jæja hætt að sinni
Er með hér uppi við 1000 ástæður hamingju og gleði og læt hér filgja með smá lesningu.
Okkur líður best þegar öðrum líkar vel við okkur.
Hamingjan felst í því að vera ánægður með það sem maður á.
Sönn vinátta er eins og góð heilsa; maður áttar sig ekki á gildi hennar fyrr en maður hefur misst hana.
Bloggar | 5.3.2008 | 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinnudegi lokið þar sem var mikið um veisluhöld já Afmæliskaffi í morgun milli 9 og 10 fullt af gómsætu að borða svo var fundur kl.11 í morgun og boðið uppá úrval af samlokum og gos á eftir.
Skellti mér í Kringluna seinnipartinn þar sem að Steina Rún mín var að kaupa sér skó fyrir árshátíð sem er í apríl en hún verður í gelgjum kjól af mér sem fer henni mjög vel þar sem hún er hávaxnari en ég og grennri fyllir ekki eins mikið uppí hann eins og ég.
Jæja best að þvo þvott og sinna heimilinu fyrir utan að ég var búin að lofa að kíkja á eina vinkonu í kvöld.
Kveðja Lína
Bloggar | 4.3.2008 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælir allir saman.
Já þrátt fyrir þreytu er ég búin að fara í ræktina og bíltúr með Dagbjörtu Helgu en náði að vera heima í rúma 2 tíma eftir vinnu og fyrir rækt.
Annars bara nó framundan eins og alltaf.
Kveðja Lína
Bloggar | 3.3.2008 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já fórum í bústaðinn og stoppuðum þar í rúma 2 tíma gáfum hestunum brauð , hressandi útivist, drógum upp einn bíl við Langárfoss og fengum svo kaffi hjá Svan bróður og Elfu í Borgarnesi og vorum komin heim um kl.20 til að borða með öllum stelpunum.
Gleðilega vinnuviku elskunnar Lína
Bloggar | 2.3.2008 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 2.3.2008 | 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 29313
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar