Færsluflokkur: Bloggar
Jæja þá er það blogg fyrir háttinn.
Fórum í Toys a Rus og Hagkaup mæðgur í dag eftir að hafa fengið gest um leið og við komum heim sem var að vísu á hraðferð og þáði bara einn kaffibolla og smáræði í gogginn því það er til svo mikið heimabakað.
Mamma og Pabbi komin í bæinn til að vera allavega fram á föstudag ýmislegt að erinda hjónin.
Þannig að þau borðuðu auðvitað með okkur og nutu þess að horfa með okkur á sjónvarpið og fara jú í smá bíltúr núna áðan.
Jæja sund og leikfimisdagur á morgun fyrir utan að mæta í vinnu.
Góða nótt kveðja Lína
Bloggar | 29.1.2008 | 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er best að drífa sig heim veit að Unnu Hrönn bíður spennt eftir að komast í búðir með mér mömmu sinni.
Annars er ekkert annað svo á planinu nema að vera heima hjá sér sem getur verið ósköp gott.
Kveðja Lína orðlausa
Bloggar | 29.1.2008 | 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæl öll sömul.
Fékk frænkur í heimsókn í dag þannig að það gekk aðeins á kökurnar (sem betur fer)sem ég ætlaði að hafa í frænkuboðinu í gær en held að ég sé búin að ákveða að hafa það bara á fimmtudagskv. þar sem því var frestað vegna veðurs. Annars bara gaman í vinnunni í dag (fertugsafmæli) og fjör búið var að þekja skrifborð og stól viðkomandi af afmælisblöðrum græja köku, kaupa gjafakort og kom þetta allt skemmtilega á óvart það er svo gaman að taka þátt í því að gleðja aðra hvort sem er í vinnu eða annarstaðar.
Svo er ég auðvitað búin að fara í ræktina og á morgun verður farið í grímubúninga leiðangur fyrir Unni Hrönn (hún kemur með) og frænda hennar Ingvar Orra.
Læt þetta nægja að sinni kv. Lína
Bloggar | 28.1.2008 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En nó til með kaffinu og gosinu á mínum bæ en ekki hægt að ættlast til að frænkurnar úr Borgarnesi og frá Selfossi fari að koma í þessu veðri.
Vonandi get ég látið verða af þessu á þriðjudags eða miðvikudagskvöld í staðinn þar sem að Ingibjörg frænka fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn kemur.
Bless í bili Lína
Bloggar | 27.1.2008 | 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góðan og blessaðan daginn.
Ég fór kannski óvenju snemma að sofa í gær á minn mælikvarða en veðrið vakti mig í morgun það er á hreinu.
En það verður nú bara til þess að maður skelli sér í baksturinn fyrr og hefur tíman fyrir sér þarf ekkert að þvælast út í þetta verðu ó nei.
Dagbjört fór að vinna kl.6 í morgun og við hin erum heima.
Jæja best að kveikja á kertum og hafa bara svolítið huggó. Kveðja Lína heimalningur
Bloggar | 27.1.2008 | 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja komin heim.
Þorrablótið í Valfelli rétt fyrir utan Borgarnes í gærkvöld var mjög skemmtilegt.
Gistum hjá mömmu og Pabba í Borgarnesi ætluðum svo í Straumfjörð í dag en það var ófært meiri segja fyrir Land cruiser bara snjósleðafæri þannig að við fórum bara bíltúr í Borgarnesi og ætluðum í heimsókn til vinkonu minnar en engin heima þannig að við ákváðum að fara í Geira bakarí en á leiðinni þangað hittum við IMS vinkonu og hún kom bara á eftir okkur þangað og áttum við yndislega kaffihúsastund með henni. skelltum okkur svo bara í bæinn þrifum bílinn fórum í eina heimsókn áttum líka erindi og fengum okkur svo pizzu og erum komin í róleg heitin heima. Þannig að maður ætti að geta baka eplaköku og fleira fyrir frænkuboðið á morgun kl.17 oh hvað ég vona að veðrið verði ekki slæmt svo frænkur mínar sem koma úr Borgarnesi og frá Selfossi komist.
Jæja best að henda sér í sófann og slappa af heima hjá sér Kveðja Lína flökkukind
Bloggar | 26.1.2008 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er búið að fara og skoða Írisi Örnu og auðvita foreldra hennar og systk. yndislega falleg og mikil hamingja og gleði hjá okkur öllum. Blindhríð þegar við vorum að koma til baka en komumst heil og höldnu þó að maður væri nú svolítið hræddur þar sem að sumir hægja einfaldlega of mikið á sér eru á miðjum vegi (óöruggir í snjó og hálku) og svo framvegis. En ég skellti mér samt í saumó í kvöld kl.að verða 22 og s.s nýkomin heim. Svo fer ég í hádeginu á morgun á hárgreiðslustofu sem ég hætti að fara á fyrir ca 5 árum en hún vinnur þar enn sem ég fór alltaf til þannig að ég hlakka bara til að sjá útkomuna. Best að koma sér í háttinn Góða helgi Lína fína appelsína
Bloggar | 25.1.2008 | 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skelltum okkur í bíó 22:10 í gærkvöld mjög gaman en það er alltaf þannig þegar ég hunskast í bíó þá sé ég eftir því hvað ég fer sjaldan því þetta er svo skemmtilegt.
Annars er bara vinnudagur og spurning hvort meður skreppur austur fyrir fjall seinni partinn eða bara í næstu viku, Þorrablót á morgun, kíkja í bústaðinn á laugardaginn og frænkuboð hjá mér á sunnudaginn s,s alltaf nó að gera.
Kveðja Lína sem er ald. verkefnalaus
Bloggar | 24.1.2008 | 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn.
Vinnudagurinn á enda og leikfimi framundan í kvöld og svo spurning hvort maður skelli sér á íslensku myndina Brúðguminn í kvöld eftir ræktina sko.
Vinkona mín eignaðist stórt stúlku barn í nótt tæpar 23 merkur og 56 cm vona að ég geti farið að skoða hana sem fyrst.
Jæja segi ekki meir. Kveðja Lína
Bloggar | 23.1.2008 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
S.S komin þriðjudagur og bloggin mín ekki komist til skila en reyni enn einu sinni.
Afmælishöld gengu s.s vel ein mynd komin inn af kökunni með Unni Hrönn á sem systur hennar pöntuðu hjá Bakarameistaranum Suðurveri voða flott.
Unnur Hrönn fékk fullt af fallegum gjöfum eins og t.d skauta, fimmleikadýnu, föt, petshop dót, peninga, CD, íþróttatösku, saumadót og fleira.
Guðlaug vinkona mín og svilkona fæðir vonandi barn í dag en hún fór í gangsetningu í gærkvöldi og ekkert gerist ennþá, Ragnheiður jafnaldra okkar eignaðist dreng 18.jan og Emma vinkona mín átti von á sér 19.jan og bíður maður einnig spenntur eftir fréttum þaðan.
Stefni á að fara að sjá nýju myndina eftir Baltasar Kormák Brúðguman sem fyrst hef heirt að hún sé fyndin og skemmtileg.
Jæja læt þetta nægja að sinni en set kannski inn fljótlega uppskrift að chilisúpu sem er alltaf að slá í gegn hér þegar ég bíð uppá hana.
Kveðja Lína
Bloggar | 22.1.2008 | 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar