Færsluflokkur: Bloggar

Geggjuð eplakaka

Langar að deila með ykkur góðri uppskrift.

150 gr smjörlíki

200 g sykur

2 stk egg

200 gr hveiti 2 tesk lyftiduft

5 stk epli  hluti settur í deigið í bitum og svo svo sett þétt í báta ofaná.

hnetuspænir og kanilsykur, stráð yfir

Bakað í 40 til 45 mín.

Kveðja Lína sem er líka að baka heimilisfrið og fleira.


Skemmtilegur seinnipartur í gær föstudag

Góðan daginn á laugardegi.Grin

Jæja var aðeins að kíkja yfir póstinn minn og ein jafnaldra mín sem var sett 20.jan er  s.s búin að eiga 3 drenginn og Guðlaug beið enn síðast í gærkvöldi en hún var sett 6.jan og svo er Emma sett í dag já það er fjör.Woundering

En við fórum að hitta vini okkar í gær og borðuðum með þeim súpu og fórum svo og heimsóttum vinafólk okkar sem býr í æðislegu húsi á Kárastíg það var mjög gaman, komum reyndar heim fyrir miðnætti því ég var bara orðin svo Þreitt enda vöknuð núna kl.8 á laugardagsmorgni sem er óvenjulegt.Heart

Unnur Hrönn afmælisbarn fékk að gista hjá bekkjarsystur sinni sem ætlar ásamt mömmu sinni að skutla henni í fimmleika og þær ætla í sund á meðan og bjóða henni svo í Húsdýragarðinn ,þannig að við hittum hana ekki fyrr en kl.14 í dag skrýtið á hennar eigin afmælisdegi en svona er þetta.Blush

Steina Rún er farin í vinnunna og verður að vinna í allan dag en fríi á morgun fyrir utan að passa fyrir eina samstarfskonu mína annað kvöld.Joyful

Dagbjört er í Vestmannaeyjum með fullt af öðru fólki og skemmtir sér vonandi vel.Whistling

Jæja best að fara að kíkja í uppskriftarbækurnar.Wink

Kveðja LínaInLove

 

 


Jibbí föstudagur

Góðan daginn allir saman.

Jæja þá er komin vinnudagur.

Og nó framundan Unnur Hrönn ætlar með vinkonu sinni heim í dag eftir dægró voða spennandi hjá þeim svo eru fimmleikar hjá henni í fyrramálið og sund hjá mér, bíóferð seinnipartinn á morgun með bekkinn hennar, fjölskyldu og vina kaffiboð á sunnudag þannig að það þarf nú að fara að draga upp uppskriftir eftir vinnu í dag og ákveða hvað maður ætlar að hafa. Fyrir utan að ég ætla að pakka inn afmælisgjöfinni á meðan Unnur er hjá vinkonu sinni sem ég var búin að kaupa og fela niður í skúr.

Blogga kannski aftur í kvöld kær kveðja Lína


Bílinn á verkstæði þar til á morgun

Já það þurfti að gera við bremsurnar í 6 ára gömlu Prevíunni okkar og þá kom í ljós að það var bara allt farið klossar, bremsudiskar og hvað þetta allt heitir já kostar bara rúmlega 100 þúsund en kannski ef maður hugsar útí það að þetta er að fara í fyrsta skipti á árgerð 2002 þá er þetta nú bara ágætis ending held ég.

Leikurinn búinn og hér var elduð purusteik í tilefni að því að Jói vinur okkar var í mat en hann býr að mestu leiti í Svíþjóð en var að koma frá Flórída úr jólafríi flott maður.

En ég er s.s heima og búin að vera heima síðan seinni partinn í dag sem er bara vel af sér vikið. Eigið gott kvöld og góða daga framundan. Kveðja Lína


Góðan daginn fimmtudagur

Jæja þá er maður aldeilis með harðsperrur eftir gærdaginn.

Annars ekkert voða mikið á planinu í dag fyrir utan að fara með bílinn í viðgerð og vinna sína vinnu já og svei mér þá vera meira heima í dag en í gær.

Stefnir allt í skemmtilega afmælishelgi hjá Unni Hrönn og okkur hinum fjölskyldumeðlimnum núna

Eigið góðan vinnu dag eða í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur Kveðja Lína

 


Komin heim í dag

GrinJæja komin heim  í dag.Smile

Allt gekk að óskum þrátt fyrir mikinn snjó hér á höfuðborgarsvæðinu.W00t

Við Unnur Hrönn búnar að afreka allt sem við ætluðum að gera eftir vinnu og skóla og einnig búnar að borða rosalega góðan kjúkling og salat sem Steina Rún útbjó.Wink

Og það biðum mín rauðar rósir þegar ég kom heim því á föstudaginn eru 11 ár síðan við Valdi hittumst fyrst og kynntumst hann man ekki alltaf hvort það var 16 eða 18 janúar en það man ég sko. Svo eigum við 10 ára brúðkaupsafmæli 2.maí nk.

Jæja farin að sinna heimilinu. Kveðja Lína

 

 

 


Verði ykkur að góðu elsku Lára og Inga Margrét

Góaðn og blessaðan daginn.

Er að vinna Woundering fer í sundið á eftir á meðan Unnur Hrönn er í fimmleikum og svo í ræktina Unnur ætlar að koma með og sjá mömmu sínaHappyog örugglega æfa sig eitthvað líka þannig að mín verður varla heima fyrr en eftir kl.20:30 í kvöld sökum anna fyrir utan að sækja Unni Hrönn rúmlega kl.16 heim.

Nú styttist í að elsta mín taki verklegt ökupróf löngu búin að taka bóklega er bara að klára ökutímana áður en hún fer í verklega það verður skrítið GetLostað eiga barn sem er komið með bílpróf og raun orðið eða að verða kona.Whistling

Kveðja Lína 

 

 

 


Lax í mango cutny og muldum salthnetum með hrisgjónum og brauði

Uppskrift kvöldsins.

Um svo gott.

Laxaflak eða flök sett í eldfast mót, smurt með mango cutny og svo muldar salthnetur yfir og sett í ofn (spurning hvað lengi) borið fram með hringjónum, sallati og brauði bara gott tala nú ekki um að fá kalt hvítvín með.

P.S hef sjálf eldað svona stundum með sesamfræjum í stað salth.

 Kveðja Lína sem var að koma úr kjaftaklúbb ekki saumaklúbb það var misskilningur


Göngutúr í hádeginu í snjónum

Halló allir.

Fór í frískandi göngutúr í hádeginu í dag þetta þyrfti maður að gera í hádeginu á hverjum degi svo gott þegar maður er búin.

Annars var bara unnið eins og venjulega og jú komið við hjá einni góðri vinkonu á heimleiðinni svo er smá saumaklúbbur í kvöld þar sem maður á að mæta 19:30 yess súpa eða eitthvað hollt og jú örugglega desert á eftir en ég er svolítið hlint þessu í veislulandinu okkar að flýta þessu þannig að maður sé ekki allaf borðandi seint á kvöldin þegar maður fer í þennan klúbbinn og hinn en númer 1,2 og 3 er aðalatriðið að hitta vinkonurnar hvað og hvenær sem maður fær að borða.

Jæja ekki hef ég mikið að segja elskurnar bless að sinni Lína

 

 

 


Örugglega búin að hafa mikið fyrir því að fá auka kg. á Já nei þá koma eins og þeim sé borgað fyrir það (í mat já )

Þið eruð yndislegar Inga Margrét og Lára takk fyrir kvittið.

Búin að vinna í dag, koma heim, fara í ræktina og komin aftur heim.

Maður hlýtur að geta verið harður við sig í tæpar 8 vikur þá kemur Árshátíð  1.mars svo verður næsta átak frá 2.mars til 18.águst en þið vitið hvað gerist þá kæru vinir og ættingjar.

Best að fara að sinna heimilinu og fara kannski snemma að sofa sem ég er reyndar ansi slöpp við.

Bæ í bili Lína

P.S Sísí takk fyrir kvittið í gestabókina Þú varst númer 1 þar 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband