Færsluflokkur: Bloggar

Galakjóll og útsölur

Ég fékk athugasemdir frá góðum konum sem þekkja mig vel fyrir að fara jafnvel með þeim fyrstu á útsöluna í NEXT kl.7 að morni sem er frábær búð nema hvað ég fór ekki og þær voru ansi hissa þá sagði ég þeim að ég ætti 3 stærðir af fötum og ætlaði ekki að versla veitt fyrr en ég gæti verslað minna en það sem ég ætti fyrir þær hlógu við Grinen ég verslaði svo galakjól á útsölu í Flach í dag þannig að það sem maður segir í gær heldur ekki endilega í dag mitt dæmi sannar það en kjólinn er flottur gæti talsit jólagjöf þar sem að ég fékk svo mikinn pening í jólagjöf og var sko ekki búin að eiða honum öllum.

Annars bara góður dagur og skemmtileg helgi framundan Winkýmislegt sem á að stússa á morgun plús það að okkur hjónum er boðið til Galakvöldverðar.

Góða helgi InLove

 


YESSSSSSSSSS hunskaðist í sund

Jæja fór í mína vinnu og fór svo í sund á meðan Unnur Hrönn var í fimmleikum bara gott mál verð vonandi dugleg að drífa míg 2 x í viku  á meðan hún er á æfingu í 1 1/2 tíma skvísan var orðið svolítið snúbbótt hjá mér rétt fyrir jólin fann mér alltaf eitthvað annað til að gera en nú dett ég í gírinn, bjartsýn  og brosmild að vanda.

Ættlaði nú aldeilis að panta sal hjá Gerplu eða Björkonum þann 19.jan en þá verður Unnur Hrönn 9 ára já nei , nei ekkert laust fyrr en 26 og 27.jan þetta er það heitasta í dag og þarf að panta í tíma.

Bless að sinni kæru vinir og lesararTounge

 

 

 


Fyrsti vinnudagurinn á árinu liðinn

Halló allir saman.

Gekk bara vel að fara til vinnu í dag og ýmislegt smálegt að gera svona þegar allir eru að trekkja sig í gang aftur eftir gott frí. Kom við í búðinni á leiðinni heim og aðalega var vesluð hollusta já alltaf er maður að taka á því í huganum skilar sér vonandi einhvertíman á viktinni. Dætur mínar fóru í bíó í dag allar í fríi og eru svo á leið heim eftir að hafa spókað sig í Kringlu og Smáralind þar sem víða er lokað.

En svona er lífið hið daglega streð kemur alltaf aftur.

Kveðja Lína sem er að hugsa um að gera einhver húsverk.

 

 

 

 


Góðan daginn kl. að verða 12 á hádegi og ég farin að blogga á ný

Búin að setja aðeins inn að myndum er svona að fikra mig áfram með þessa síðu. En kæru vinir sem þekkið mig og álpist inná þessa síðu  endilega kommentið eða skrifið í það minnsta í gestabókina. Jæja nú er kl. að verða 19 og ég ekki enn búin að klára þessa færslu en hér erum við búin að eiða deginum í rólegheitunum og fara jú í eina heimsókn hjónin en dásamlegt að eiga rólegan dag (daga) stundum. Bless að sinni  Lína

 

 


Nýtt ár og ég búin að stofna mína egin bloggsíðu

Gleðilegt ár allir saman.

Ekki veit ég hversu dugleg ég verð að blogga þótt ég skoði bloggsíu vinkonu minnar ÖnnuÓ helst á hverjum degi og fleiri til. Tounge  En sjáum hvað setur.

Búin að vera í frábæru jólafríi síðan 21.des og vinnan alveg að byrja á ný og þótt gott sé að eiga frí og finna mann og annan þá er ákveðin festa í því að fara aftur til vinnu og stunda sína rútínu hversu dugleg ég verð að gera það sem mig langar að gera á árinu sem nú gengur í garð og ég verð 40 ára verður bara að koma í ljós en númer 1,2 og 3 er að vera bjartsýnn og jákvæður þá gengur allt beturGrin . Með nýjárskveðju Lína fína Wink

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband