Færsluflokkur: Bloggar

Sunnudagur

Góðan daginn.Happy

Jæja búin að aka einni dótturinni til vinnu í morgun, kaupa mér rósir og setja hér í vasa um allt það er svo tómlegt svona fyrst eftir að jólaskrautið er tekið niður. Góður dagur framundan trúi ég næg verkefni eins og alltaf sárstaklega hér heima við við að þvo þvott og fleira.Tounge

Unnur Hrönn er að byrja í söngskóla Maríu Bjarkar á næstu dögum það verður gaman að sjá hvernig það gengur þar sem hún er einnig í kór í skólanum.Gasp

Jæja elskurnar hver ætlar að vera fyrstu að kvitta í getabókina.

Kveðja Lína

 

 


Skemmtum okkur vel í leikhúsinu hjónin með yngstu dömuna

Jæja leikhúsferðin gekk vel og ég alsæl einnig eftir snyrtinguna í morgun.NinjaFór svo að heimsækja góða konu sem vann með mér einu sinni eftir að ég var búin að skila feðkynum heim hún gefur manni kaffi og spáir í spil mjög gaman að fara til hennar það fær mann oft til að líta í aðrar áttir og velta sé ekki uppúr fáránlegum hlutum sem skipta ekki máli og horfa bjartsýn fram á veginn.

Wizard  Nú erum við fjölskyldan öll heima búin að taka svolítið til hendinni kveikja á kertum og eigum von á vinkonu sem á von á barni í þessum mánuði og er að farast á þurfa að bíða þó ekki komin fram yfir því hún er sett á afmælisdaginn hennar Unnar Hrannar 19.Jan en það gæti komið 1 eða 2 vikum síðar svo sem Frown Jæja eigið góða helgar rest og farasælt framundan í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur. Lína


Geggjað gaman í gær

IMG_4040 Smá sýnishorn af gleðini í gærkvöldi.

Góðan daginn.

Rosalega vel heppnað í gær góður matur (mæli með Geysi niður í bæ fyrir ofan Tabas barinn),  góður félagsskapur , mikið dansað og bara fjör.

Stefnir allt í góðan dag í dag blogga kannski aftur í kvöld þegar við erum búin í leikhúsinu og fleira í dag.

Jæja best að drífa sig í snyrtingu. Kveðja Lína sem bloggar kannski aftur í dag eða kvöld.

 

 


Á leiðinni út að borða

Halló, halló.Halo

Er að fara niður í bæ á Hótel Geysi að borða ásamt 19 eða 20 öðrum vinnufélögum að kveðja eina vinkonu sem er að setjast á skólabekk. En á morgun ætla ég í fótsnyrtingu og litun og plokkun áður en við hjónin förum að sjá Gosa í Borgarleikhúsinu með Unni Hrönn.Grin

En í vinnunni gekk vel í dag fór á smá kynningu hjá þjálfaranum mínu seinnipartinn og nú hefst þetta fyrir alvöru á mánudaginn og stefnan tekin á 15 til 25 kg fyrir 18.águst.2008 Frown

Jæja best að fara að njóta sjáfaréttarsúpunar, kjúklingsins og súkkulaðikökunnar. Lína

 


Dagurinn í dag

Takk fyrir kvittið kæru vinkonur oh hvað mér hlýnaði um hjartarætur.Happy

Annars er bara allt gott að frétta nó að gera í vinnu og öðru skellti mér í sund í dag meðan Unnur Hrönn var á fimmleikaæfingu en frá og með næstu viku verður hún á æfingum á miðvikudögum og laugardögum og ætlum við að sætta okkur við það fram á vor höfum ekki verið spennt fyrir því að taka hluta úr helgi fyrir æfingar uppá þegar maður skreppur í bústað og svona eitthvað út á land yfir helgi en tökum á því í haust þegar ný önn hefst.Grin

Unnur Hrönn er alveg að verða 9 ára og ætlar að bjóða bekknum sínum í bíó (popp,kók og sleikjó)það verður fjör 17 stk og svo auðvitað við Valdi. Svo verður auðvita sé svona fjölskylduveisla.Wizard

Mér var kennt eitt í dag sem er ótrúlega sniðugt ef eitthvað er að angra mann,Devil

 það er að biðja púkann að láta sig vera lyfta öxlum og segja æ farðu,Winkbara snilld.

WhistlingJæja elskurnar hætt að sinni eigið gott kvöld, góða nótt og komandi daga Lína fína

 

 

 

 


Ræktin af hefjast á ný

Jæja elskurnar mínar. InLove

Þá er leikfimi fyrir fullorðna hjá mér að hefjast næsta föstudag og verður væntanlega 3 x í viku en ég er búin að vera í sambandi við þjálfarann og hann ætlar að aðstoða mig við að halda betur í við mig þar sem ég er svo sem dugleg að hreyfa og mæta en þarf aðhald í mataræði.Woundering (nammigrís) Wink Annars er bara allt gott héðan verið að vinna í hinum ýmsu málum góðum og slæmum en svona er lífið. Kveðja Lína


Allir fá eitthvað að takast á við í lífinu bara misjafnt hvað ég fékk eitt verkefni í dag

Ótrúlegt þetta líf en við þurfum að passa okkur á að líta á þetta allt sem verkefni , Reyna eftir fremsta megni að sýna kurteisi, vinsemd  og kærleika en láta samt ekki traðka á okkur en til er fólk sem er einstaklega lægið við það og leyfir engum öðrum að tala en þegar þetta snýr að börnunum manns getur maður ekki setið á sér að gera eitthvað í málunum, þetta er á mjög viðkvæmu stigi kannski fáið þið að veita meira síðar. Eigið gott kvöld elskurnar og haldið utan um hvert annað.

Lína sem á 3 yndisleg stillt börn


Góð vinkona á ferð á höfuðborgarsvæðinnu

Góðan daginn.

Fór til vinnu í morgun og vann mína vinnu en rétt áður en að vinnudegi lauk hringdi góð vinkona mín og við hittumst á kaffihúsi í Smáralindinni ,spókuðum okkur svo aðeins áður en að hún kom á eftir mér heim og tók út framkvæmdirnar sem við gerðum hér fyrir jól yndislegur dagur og nú er ég heima til að sinna heimili og börnum set reglulega inn fleiri myndir. Kveð að sinni Lína


Sunnudagur

OMG. hvað var gaman í gær Kjólinn og skórnir voru sko alveg að gera sig.  Fengu þvílíkt góðar móttökur fordrikkur og pinnamatur í for, forrétt, rauðvín, hvítvín og humar með sítrónu og brauði (forréttur), aðalréttur hreindýr, rjúpa, lambakjöt og svartfugl og í lokinn Afrískur heimalagaður ís með jarðaberjum og sósu og svo auðvitað kaffi, konfekt og líkjör í lokinn og við komum og fórum að sofa kl. 6 í morgun held að það hljóti að segja hversu gaman var. Ætla að ritskoða myndirnar og sjá hvort einhver er síðu hæf. Kveðja Lína glaðvaknaða

 


Laugardagsmorgun

Góðan daginn.

Vöknuð eftir góðan nætursvefn og er um það bil að fara að borða eitthvað hollt og gott.

Stóru stelpurnar og Valdi öll farinn að vinna og við Unnur bara hér heima í rólegheitum það er svo gott þegar maður þarf ekki að rjúka á fætur og getur druslast heima á sloppnum/náttfötunum fram yfir hádegi.

En eins og fram kom í síðasta bloggi á að stússast/útrétta í dag til stendur að fá sér safapressu,prentara og fleira, en spenntust er ég fyrir kvöldinu þegar ég fer í galakjólinn vel á minnst fæ mér kannski flotta skó á útsölu við hann (jú á nóg af skóm ) get alltaf á mig blómum bætt tala nú ekki um á útsölu.

Kveðja Lína á leið í leiðangur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband