Annasamir dagar og vikur.

Sæl.

Var mjög ánægð með hlutina 3 sem ég gerði á glernámskeiði númer 2  og á sko eftir að fara aftur ef ykkur langar með endilega verið í bandi við mig hægt að fara nokkrar saman tekur ca 2 tíma og svo sækir maður í brennslu nokkrum dögum síðar.

En fyrir utan að vera í vinnu, hugsa um heimilið og börnin þá er búið að fara í saumaklúbb já og halda einn síðan síðast já er í mörgum, fara á sýningu sem var að opna í dag í Aðalstræði 10 en þar er Katý frænka mín að sína nokkur verk en hún útskrifaðist úr handavinnuskóla í Danmörku um jólin og kennir nú á Hallómstað fyrir austan rosalega flott það sem hún gerir en sýningin er á efri hæð hússins til 31.mars.

Já fór líka á ball um síðustu helgi á Nasa en þar var mín uppáhaldshljómsveit að spila fórum fjórar skvísur saman bara gaman en daginn eftir á sunnudegi var hér traffík af fólki og seinnipartinn rauk ég uppá Akranes með dætur mínar þrjár og 1/2 systur þeirra stóru hana Birtu Ósk einnig en vildum nýta tækifærið á meðan hún var í bænum við mikinn fögnuð Langömmu Boggu á Akranesi.

En á mánudaginn fengum við yndiselga gesti frá Noregi frænda(hálf bróðir pabba þeirra) stóru stelpnana og dóttur hans sem er að verða 7 ára en þau voru hress og kát að vanda og yndiselgt af þeim að koma við.

Helgin á að fara í tiltekt ýmiskonar og bakstur ald. að vita hvað maður gerir á sunnudaginn en þá á hún Guðlaug vinkona mín og svilkona fyrir austan fjall afmæli.

  En eftir viku er árshátíð í vinnunni og mín er auðvitað búin að panta sér í ýmiskonar dekur í vikunni og í tilefni af því verða vinadagar í vinnunni þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag á mánudaginn er jákvæðni dagurinn (bíb að hætti Óla Stef ) gefið á þann sem talar um eitthvað neikvætt hvort sem er úr fréttum eða annað og á föstudeginum er höfuðfata og hárskrautsþema og verðlaun veitt og vinaleikur uppgerður.

Jæja best að koma sér í háttinn búin að eiga yndislegt kvöld yfir sjónvarpinu hér í kvöld og dætur mínar allar farnar að sofa og allt eins og það á að vera.

Kveðja Lína

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband